Jón Jak ÞH 8

6836. Jón Jak ÞH 8 ex Fagranes NS 2. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022.

Strandveiðibáturinn Jón Jak ÞH 8 kemur hér að landi á Húsavík í dag en það er Guðmundur Annas Jónsson sem gerir hann út.

Báturinn, sem er tæpar 6,29 BT að stærð, var smíðaður árið 1987 í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði. Hann hét upphaflega Bliki ÍS 879 og var með heimahöfn á Ísafirði.

Bliki fékk nafnið Gnoð HF 138 árið 1990 með heimahöfn í Hafnarfirði. Gnoð var seld til Þórshafnar árið 1992 og hélt nafninu og varð ÞH 123.

Árið 1995 var Gnoð seld til Bakkafjarðar þar sem báturinn fékk nafnið Digranes NS 124. Haustið 1999 fékk báturinn nafnið Fagranes NS 2 en ári síðar var hann seldur til Húsavíkur og fékk það nafn sem hann ber enn þann dag í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s