
Stefán Rögnvaldsson HU 345 við bryggju á Húsavík sumarið 2009 en þá stundaði báturinn úthafsrælkjuveiðar úti fyrir norðurlandi.
Báturinn hét upphaflega Jón Guðmundsson KE 4 og var smíðaður í Þýskalandi 1960
Hér má lesa nánar um bátinn en útgerðarfélagið Stefán Rögnvaldsson ehf. var selt á Blönduós í október 2007. Þar með lauk 20 ára útgerðarsögu bátsins á Dalvík en hann var keyptur þangað frá Patreksfirði.
Hann fékk síðar nafnið Stefán HU 38 og því næst Stefán BA 48. Síðasta nafn hans var Markús ÍS 777.
Þann 19. september 2013 var Markús ÍS 777 í drætti frá Flateyri til Ísafjarðar en ekki vildi betur til en svo að báturinn sökk á leiðinni.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution