
Strandveiðibáturinn Dögg EA 236 kemur að landi í Sandgerðisbót sl. mánudag en það er samnefnt fyrirtæki sem gerir bátinn út.
Upphaflega hét báturinn Óskar RE 301 og var smíðaður árið 1987 hjá Trefjum hf. í Hafnarfirði.
Hann hefur síðan borið nöfnin Þröstur SH 250, heimahöfn Ólafsvík. María Dröfn ÞH 95 með heimahöfn á Raufarhöfn. Guðnú SU 45 og síðar SU 46 með heimahöfn á Djúpavogi. Alda EA 42 með heimahöfn á Akureyri.
Frá árinu 2012 hefur hann borið nafnið Dröfn EA 236.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution