
Strandveiðibáturinn Hafþór EA 19 kemur hér að landi í Sandgerðisbót í dag, á fyrsta degi strandveiðitímabilsins 2022.
Báturinn hét upphaflega Diddó BA 38 en hann var smíðaður hjá Trefjum hf. í Hafnarfirði árið 1989.
Síðan þá hefur hann heitið mörgum nöfnum en það styðsta er Á NS 191, síðar AK 171.
Nöfnin sem hann hefur borið í gegnum tíðina eru Diddó BA 38, Blakkur BA 86, Birta Dís VE 35, Birta Dís VE 135, Sæljón NS 305, Sæljón NS 19, Sæljón II NS 191, Á NS 191, Á AK 171, Rán AK 69, Hafþór AK 140 og Hafþór EA 19. Heimild aba.is


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution