
Maggi Jóns tók þessa mynd í Hafnarfirði um helgina en hún sýnir hið glæsilega línuskip Norðmanna, Geir M-123-A.
Það er fyrirtækið H.P.Holmeset sem sem gerir skipið út en heimahöfn þess er Álasund. Það er smíðað í Vaagland Båtbyggeri og afhent þaðan árið 2020.
Geir M-123-A er 63 metrar að lengd og breidd hans 13.50 metrar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution