
Hér kemur handfærabáturinn Von EA 38 að landi á Húsavík sumarið 2002. Hann var þá í eigu Grétars Ó. Gíslasonar á Akureyri.
Samkvæmt vefnum aba.is var báturinn, sem er 3 brl. að stærð, smíðaður árið 1955 af Nóa bátasmið á Akureyri.
Upphaflega hét hann Jón Stefánsson SI 80 en önnur nafn sem hann bar eru Svalan II SI 80, Dröfn ÓF 12, Vestri EA 38 og því næst Von EA 38. Eftir það hefur hann borið nöfnin Eyrún II EA 43 og Margrét II.
Lesa má nánar um bátinn á vefnum aba.is

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution