
Hér togar Sjöfnin frá Grenivík á rækjuslóðinni um árið en það voru Hlaðir hf. sem gerðu bátinn út.
Sjöfn EA 142 hét upphaflega Þórkatla II GK 197 og var smíðuð í Noregi árið 1966. Hún var smíðuð fyrir Hraðfrystihús Þórkötlustaða hf. og mældist upphaflega 256 brl. að stærð. Hún var endurmæld árið 1971 og mældist þá 198 brl. að stærð. Eftir að hún var yfirbyggð árið 1984 mældist hún 201 brl. að stærð og gott ef hún var ekki mæld 199 brl. í restina.
Haustið 1987 keypti Borgey hf. á Hornafirði bátinn og nefndi Akurey SF 31. Akurey var svo keypt til Grenivíkur árið 1989 og fékk nafnið Sjöfn ÞH 142.
Það var svo undir lok árs 1998 að báturinn var seldur yfir fjörðinn þar sem hann fékk nafnið Sólrún EA 351 og heimahöfn Árskógssandur. Eigandi Sólrún ehf. Árskógssandi.
Árið 2003 fær báturinn sitt síðasta nafn þegar Fiskvinnslan Kambur á Flateyri keypti hann og gaf honum nafnið Halli Eggerts ÍS 197.
Báturinn var seldur til Noregs árið 2008, þá í eigu Halla ÍS 197 ehf..
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.