Jón á Hofi ÁR 62

1562. Jón á Hofi ÁR 62 ex Saukko III. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Jón á Hofi ÁR 62 var keyptur til landsins frá Finnlandi árið 1980 og kom til landsins í byrjun nóvembermánaðar það ár.

Það var Glettingur hf. í Þorlákshöfn sem keypti skipið sem var 276 brl. að stærð.

Í 3. tbl. Ægis 1981 sagði m.a:

3. nóvember s.l. bœttist við flotann nýtt fiskiskip sem keypt er notað frá Finnlandi. Skip þetta sem áður hét Saukko III er smíðað hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1969 og er smíðanúmer 93.

Skip þetta er smíðað eftir teikningu frá Ankerconsult A/S sem er þekkt hérlendis, en á árunum 19661967 voru 10 fiskiskip (síldveiðiskip) smíðuð eftir þessari frumteikningu fyrir íslendinga. Fimm þessara skipa voru byggð hjá tveimur norskum stöðvum, þ.e. Ankerlekken Vcerft (Örn RE fyrra skipið) og Flekkefjord Slipp (Brettingur NS fyrsta skipið), en hin fimm voru byggð í Hollandi (Ásgeir RE fyrsta skipið).

Fyrirkomulag var þó breytilegt í þessum 10. systurskipum. Rétt er að nefna sérstaklega að umrœtt skip er smíðað skv. meiri styrkleikakröfum en fyrrnefnd skip, þ.e. ISB í stað ISC, enda smíðað fyrir finnska eigendur.

Áður en skipið kom til landsins voru gerðar breytingar á því í Noregi. Þessar breytingar voru m.a.: lenging á hvalbaksþilfari; breyting á lestarlúgufyrirkomulagi, einangrun og klæðning á lest ásamt nýjum lestarbúnaði, þ.e. áluppstilling og kœling; bætt við hjálparvindum (Brattvaag) og settur nýr tækjabúnaður í brú.

Jón Á Hofi ÁR er í eigu Glettings h/f í Þorlákshöfn. Skipstjóri á skipinu er Jón Björgvinsson og 1. vélstjóri Lárus Friðriksson. Framkvœmdastjóri útgerðar er Þorleifur Björgvinsson.

Báturinn var síðar yfirbyggður sem og skutlengdur.

Jón á Hofi ÁR 62 var seldur til Danmerkur í brotajárn sumarið 2008, þá í eigu Ramma hf. eftir nokkrar sameiningar útgerðarfyrirtækja.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s