Arnþór í skverun um árið

189. Arnþór EA 16 ex Valdimar Sveinsson VE 22. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Arnþór EA 16 er þarna í skverun um árið í Slippstöðinni á Akureyri. Sandblásinn og síðan fengið bláa litinn. Liggur utan á Heimaey VE 1.

Arnþór EA 16 hét upphaflega Skarðsvík SH 205 og var smíðaður fyrir Skarðsvík hf. á Hellissandi í Austur-Þýskalandi árið 1962.

Í Morgunblaðinu 1. september 1962 sagði svo frá:

Hellissandi, 27. ágúst. 
Nýlega kom annar bátur til Hellissands fyrir Skarðsvíkina, sem fórst í vetur. Er það stálbátur, 155 lestir að stærð og eigendur sömu og áður. Þetta er glæsilegt skip með öllum nýtizku tækjum. Skarðsvík er smíðuð í Austur-Þýzkalandi.

Skipstjóri er Sigurður Kristjónsson, sami og var á gömlu Skarðsvík. Skipið fór strax á síldveiðar. Þrír bátar héðan eru á síldveiðum, og tveir á humarveiðum.

Það er skemmst frá því að segja að báturinn var seldur til Vestmannaeyja árið 1976 þar sem hann fékk nafnið Kópavík VE 404. Árið 1978 var báturinn seldur innanbæjar í Vestmanaeyjum og fékk nú nafnið Valdimar Sveinsson VE 22.

Því nafni hélt hann til haustsins 1985 er hann var seldur G. Ben sf. á Árskógssandi. Þá fékk hann nafnið Arnþór EA 16.

Arnþór EA 16 sökk 4,5 mílur austur af Hvalsnesi 12. október 1989. Áhöfnin var þá komin um borð í Sigurfara frá Ólafsfirði, og var hún ekki í hættu. Arnþór hafði fengið á sig mikla slagsíðu nóttina áður er verið var að dæla síld um borð úr nótinni. 

Miði frá Hauki Sigtryggi:

0189….Skarðsvík SH 205. TF-SO. Skipasmíðastöð: VEB Volkswerft » Ernst Thälmann « Brandenburg. 1962. Lengd: 29,58. Breidd: 6,63. Dýpt: 3,15. Brúttó: 176. Mótor 1962 Lister 495 hö. Ný vél 1972 Lister Blackstone 600 hö. Skarðsvík SH 205. Útg: Skarðsvík h.f. Hellisandi. (1962 – 1975). Skarðsvík II. SH 305. Útg: Skarðsvík h.f. Hellisandi. (1975 – 1976).

Skarðsvík II. SH 305. Útg: Guðjón Aanes. Vestmannaeyjum. (1976). Kópavík VE 404. Útg: Ledd h.f. Vestmannaeyjum. (1976 – 1978). Valdimar Sveinsson VE 22. Útg: Sveinn Valdimarsson o.fl. Vestmannaeyjum. (1978 – 1982). Valdimar Sveinsson VE 22. Útg: Sæborg s.f. Vestmannaeyjum. (1982 – 1985). Arnþór EA 16. Útg: G. Ben sf. Árskógssandi. (1985 – 1989). Sökk austur af Stokksnesi 12.10.1989. Mannbjörg.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s