
Flutningaskipið Wilson Nice liggur nú við Bökugarðinn á Húsavík þar sem uppskipun á trjáboli fyrir PCC á Bakka fer fram.
Wilson Nice er 123 metra langt og 17 metra breitt, smíðað árið 2010. Það mælist 6,118 GT að stærð.
Skipið, sem siglir undir fána Möltu og með heimahöfn í Valletta, hefur áður komið til Húsavíkur með hráefni fyrir PCC.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution