Ný Cleopatra 36 til Fosnavåg í Noregi

Nærøybuen M-50-HØ. Ljósmynd Trefjar 2021.

Kjell-Børre Petersen útgerðarmaður fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 36 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Kjell-Børre verður sjálfur skipstjóri á bátnum sem verður gerður út til netaveiða. Búnaður til netaveiða kemur frá Noregi en báturinn hefur þegar hafið veiðar.

Báturinn, sem fékk nafnið Nærøybuen M-50-HØ, er 10.99 metrar á lengd og mælist 11brúttótonn. Hann tekur 15 stk. 380lítra fiskikör í lest. 

Aðalvél hans er af gerðinni Scania D13 650hö tengd ZF325IV gír. Nærøybuen er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Simradog einnig er hann útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Stór borðsalur og fullbúin eldunaraðstaða er í brúnni og svefnpláss fyrir þrjá í lúkar.  Þá er salerni með sturtu í bátnum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s