Vésteinn

2908. Vésteinn GK 88. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Jón Steinar tók þessar myndir í gærkveldi þegar línubáturinn Vésteinn GK 88 kom að landi í Grindavík með 16 tonna afla.

Vésteinn GK 88 bættist í flota Einhamars í Grindavík snemma árs 2018 en fyrir gerði fyrirtækið út Auði Vésteins SU 88 og Gísla Súrsson GK 8

Bátarnir eru allir smíðaðir hjá Trefjum í Hafnarfirði af gerðinni Cleopatra 50. Búnir línubeitningarvélum.

Þeir eru tæplega 30 brúttótonn og tæpir 15 metrar á lengd. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd