Hilmir ST 1

565. Hilmir ST 1 ex Hilmir GK 498.

Hilmir ST 1 kemur hér til löndunar á Húsavík sumarið 1993 að mig minnir. Báturinn var þá á úthafsrækjuveiðum.

Hilmir, sem hét alla tíð Hilmir, var smíður í Dráttarbraut Keflavíkur h/f árið 1942 og hafði smíðanúmer 1 hjá stöðinni.

Hann var smíðaður fyrir Sigurbjörn Eyjólfsson í Keflavík og var upphaflega GK 498. Hann var seldur árið 1944 til Hólmavíkur þar sem hann varð Hilmir ST 1.

Hilmir var 28 brl. að stærð, smíðaður úr eik og furu. Búinn 90 hestafla Bolindervél.

Það voru Guðmundur Guðmundsson, Gústaf A. Guðmundsson og Magnús Ingimarsson sem keyptu bátinn til Hólmavíkur. Þann 1. júní 1973 er skráður eigandi Guðmundur Guðmundsson h/f á Hólmavík.

Árið 1947 var sett 120 ha. Ruston vél og árið 1962 fór var sett í hann 205 ha Deutz vél. Síðasta vélin sem fór í hann var 300 hestafla Mitsubishi sem fór niður árið 1985.

Hilmir ST 1 var tekinn af skipaskrá 22. maí 1995. Hann stóð upp á landi á Hólmavík frá árini 1996 allt þar til skömmu fyrir jól árið 2008 að hann var rifinn.

Sagt var frá niðurrifi hans í fjölmiðlum og m.a í Víkurfréttun:

Hafist var handa við að rífa Hilmi ST-1 á Hólmavík á fimmtudag með stórvirkri skurðgröfu samkvæmt ákvörðun sveitarfélagsins. Báturinn er merkilegur í skipasmíðasögu Keflavíkur.

Hilmir ST-1 hefur staðið á landi á Hólmavík frá árinu 1996, en þá var hann dreginn á land með það fyrir augum að nýta hann í ferðaþjónustu sem einskonar sýningargrip og varðveita hann til minningar um sögu útgerðar á Hólmavík. Hilmir var smíðaður 1942 og hafði smíðanúmer 1 úr Dráttarbrautinni í Keflavík.

Hann kom til Hólmavíkur 2 árum seinna, á sjómannadaginn á lýðveldisárinu, og á honum var sóttur sjórinn frá Hólmavík í hálfa öld. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s