Snæfugl SU 20 á Eyjafirði um árið

1020. Snæfugl SU 20 ex Guðmundur Ólafur II ÓF 40. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Þessar myndir af Snæfugli SU 20 tók ég í ágústmánuði 2003 en skipið hafði verið að taka fisk úr kvíum neðan Víkurskarðs fyrr um daginn.

1020. Snæfugl SU 20 ex Guðmundur Ólafur II ÓF 40. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Upphaflega hét skipið Börkur NK 122 frá Neskaupstað, smíðaður í Noregi árið 1966. Hann átti síðar eftir að heita nokkrum nöfnum áður en honum var breytt í brunnbát í Póllandi árið 2003.

Á mbl.is mátti lesa eftirfarandi frétt 15. apríl það ár:

Snæ­fugl SU-20 lagði af stað til Nes­kaupstaðar frá Póllandi á sunnu­dag­inn. Snæ­fugl hét áður Guðmund­ur Ólaf­ur II ÓF 40, en skip­inu hef­ur nú verið breytt í brunn­bát til flutn­ings á laxi fyr­ir Sæsilf­ur í Mjóaf­irði. Snæ­fugl er vænt­an­leg­ur til Nes­kaupstaðar á föstu­dag­inn og verður til sýn­is laug­ar­dag­inn 19. apríl, kl. 14.

Mikl­ar breyt­ing­ar voru gerðar á skip­inu í Póllandi, enda var þetta hefðbundið nóta­veiðiskip sem nú hef­ur verið breytt í sér­út­búið skip til flutn­ings á lif­andi fiski. Koma Snæ­fugls mark­ar tíma­mót í út­gerðar­sögu Íslend­inga þar sem hér er um að ræða fyrsta sér­út­búna skipið til flutn­ings á lif­andi fiski sem Íslend­ing­ar eign­ast.

1020. Snæfugl SU 20 ex Guðmundur Ólafur II ÓF 40. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Snæfugl SU 20 var seldur til Noregs árið 2008 og fékk nafnið Sørdyrøy. Hann er enn að sem brunnbátur og kom m.a til Íslands á þessu ári.

1020. Snæfugl SU 20 ex Guðmundur Ólafur II ÓF 40. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd