
Þessa mynd tók Pálmi Jóhannesson sumarið 1970 og sýnir hún vélbátinn Ver ÍS 120 frá Ísafirði.
Pálmi var skipverji á Sif ÍS 500 sem stundaði handfæraveiðar þetta sumar og þegar þeir voru að veiðum á Breiðafirði barst kall frá Ver ÍS 120 þar sem kom fram að hann væri með bilaða vél.
Pálmi segir svo í texta við myndina á FB: 14:74 Kall barst um aðstoð. Vélin í Ver ÍS-120 frá Ísafirði hafði bilað og hann rak fyrir straumum á Breiðafirði. Engin bráð hætta var á ferðum en skipverjar spurðu hvort einhver bátanna á firðinum væri á leið norður í átt til Ísafjarðar og gæti tekið þá í tog. Sif var komin með þokkalegan afla og mál að landa honum. Gestur bauðst til að kippa bátnum með til Súganda.
Gestur þessi var Kristinsson og skipstjóri á Sif.
Ver ÍS 120 var smíðaður árið 1929 á Akranesi fyrir Harald Böðrvarsson þar í bæ. Báturinn var 21 brl. að stær búinn 64 hestafla Tuxhamvél.1932 var sett í hann 90 hestafla June Munktell í stað Tuxhamvélarinnar.
Árið 1946 var báturinn kominn með AK skráningu og hét Ver AK 97. Sumarið 1949 var báturinn seldur vestur á Ísafjörð, kaupandinn Bergmann Þormóðsson. Báturinn hélt nafninu og varð ÍS 120.
Árið 1961 var aftur skipt um vél í bátnum og að þessu sinni var sett í hann 200 hestafla Scania dieselvél.
Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá í desembermánuði 1975.
Heimildir: Íslensk skip
Báturinn var s.s í útgerð í um 45 ár, og allan þann tíma áttu sér stað aðeins ein eigendaskipti. Hann hét Ver allan tímann en bar einkennisstafina MB, AK og ÍS.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Gylfi. Fra Patursfjørði 1955
Líkar viðLíkar við