
Rækjutogarinn Merike EK 1802 öslar hér í átt að Reval Viking hvar Eiríkur Sigurðsson er skipstjóri en hann tók þessar myndir á dögunum.
Skipin voru við rækjuveiðar á Svalbarðasvæðinu en bæði eru þau í eigu útgerðafyrir-tækisins Reyktal.

Merike EK 1802 var smíðaður fyrir Grænlendinga í Danmörku árið 2002 og hét áður Regina C.
Togarinn er 70 metrar á lengd og 15 metra breiður og er með heimahöfn í Tallinn í Eistlandi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution