Hreifi í skveringu sumarið 2008

5466. Hreifi ÞH 77. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Hreifi ÞH 77 frá Húsavík er á þessum myndum í skveringu sumarið 2008.

Þarna er eigandi hans Héðinn Helgason eitthvað að bardúsa áður en borinn var botnfarvi á bátinn.

Hreifi var smíðaður fyrir Héðinn Maríusson, afa Héðins, árið 1973.

5466. Hreifi ÞH 77. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd