244. Glófaxi VE 300 ex Gullberg VE 292. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Glófaxi VE 300 hét upphaflega Gullberg NS 12 og var smíðaður árið 1964 hjá Skipaviðgerðum hf. í Vestmannaeyjum. Báturinn var smíðaður fyrir Gullberg hf. á Seyðisfirði og vae 162 brl. að stærð. Búinn 625 hestafla Krohout aðalvél. Árið 1971 keypti Ufsaberg hf. í Vestmannaeyjum … Halda áfram að lesa Glófaxi VE 300
Month: apríl 2023
Geirfugl GK 66
2500. Geirfugl GK 66 ex Oddur á Nesi ÓF 176. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Línubáturinn Geirfugl GK 66 kemur hér að landi í Grindavík um kvöldmatarleytið í gær. Geirfugl GK 66 er gerður út af Stakkavík ehf., og hét upphaflega Ósk KE 5. Hann var smíðaður hjá Seiglu ehf. í Reykjavík árið 2004 og er af … Halda áfram að lesa Geirfugl GK 66
Jón Pétur RE 411
2033. Jón Pétur RE 411. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Jón Pétur RE 411 kemur hér til hafnar í Reykjavík í gær en báturinn er á grásleppuveiðum þessa dagana. Jón Pétur var smíðaður fyrir Ólaf Eggert Pétursson hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 1987. Báturinn var lengdur tíu árum síðar og mælist 10,42 brl.. að stærð. Með … Halda áfram að lesa Jón Pétur RE 411
Neisti HU 5
1834. Neisti HU 5 ex Jökull SF 75. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Þessar myndir af grásleppubátnum Neista HU 5 voru teknar í dag, Sumardaginn fyrsta, en báturinn var við veiðar skammt undan Gróttu Veðrið var eins og best gerist á þessum árstíma og óska ég lesendum gleðilegs sumar með þökk fyrir innlitið á síðuna í … Halda áfram að lesa Neisti HU 5
Gunnvör ÍS 53
1907. Gunnvör ÍS 53 ex Húni II SF 18. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Gunnvör ÍS 53 og hét upphaflega Húni II SF 18 frá Hornafirði en báturinn var smíðaður í Svíþjóð árið 1984. Á þessari mynd frá Tryggva Sigurðssyni er báturinn að humarveiðum í Háfadýpi um 1997-98. Báturinn hét Konráð SH 60 árin 2004 - 2007 … Halda áfram að lesa Gunnvör ÍS 53
Famita kom með salt
IMO 9250438. Famita ex Arklow Ranger. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Flutningaskipið Famita kom með saltfarm til Húsavíkur í dag en skipið er gert út af norska skipafélaginu Hagland Shipping. Famita var smíðuð árið 2002 í Hollandi og mælist 2,999 GT að stærð. Lengd skipsins er 89,95 metrar og breidd þess 14 metrar. IMO 9250438. Famita … Halda áfram að lesa Famita kom með salt
Ný Cleopatra 36 til Honningsvåg í Noregi
Maya TF-94-NK. Ljósmynd Trefjar 2023. Tom Egil Hansen útgerðarmaður fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 36 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Tom Egil verður sjálfur skipstjóri á bátnum sem heitir Maya og mælist 11brúttótonn. Lengd hans er 10.99 metrar. Aðalvél bátsins er af gerðinni Scania D9 350hö tengd ZF286IV gír. Siglingatæki hans af gerðinni … Halda áfram að lesa Ný Cleopatra 36 til Honningsvåg í Noregi
Manni ÞH 81
1515. Manni ÞH 81 ex Sigurfari ÍS 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér gefur að líta Manna ÞH 81 frá Þórshöfn þar sem hann stendur uppi við slippinn á Húsavík. Manni hét upphaflega Kópur ÍS 10 og var smíðaður árið 1978 af Baldri Halldórssyni bátasmið á Hlíðarenda við Akureyri. Hans fyrsta heimahöfn var Suðureyri við Súgandafjörð … Halda áfram að lesa Manni ÞH 81
Faldur ÞH 153
1267. Faldur ÞH 153 ex Votaberg ÞH 153. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér leggur Faldur ÞH 153 upp í siglingu til Þórshafnar eftir að hafa verið í slipp á Húsavík. Myndin var tekin á síðari hluta tíunda áratugs síðustu aldar. Faldur hét upphaflega Votaberg ÞH 153 og var smíðaður hjá Skipaviðgerðum hf. í Vestmannaeyjum og lauk … Halda áfram að lesa Faldur ÞH 153
Hafdís ÞH 12
5434. Hafdís ÞH 12. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Baldur Pálsson bátasmiður á Húsavík smíðaði Hafdísi ÞH 12 fyrir Jóstein Finnbogason árið 1951 og var hún sveinstykki Baldurs í bátasmíðinni. Hafdís var smíðuð úr furu og eik, opinn súgbyrðingur 1,36 brl. að stærð. Jósteinn hana alla tíð en hann gaf Sjóminjasafninu á Húsavík bátinn árið 1993. Með … Halda áfram að lesa Hafdís ÞH 12









