
Þessar myndir af grásleppubátnum Neista HU 5 voru teknar í dag, Sumardaginn fyrsta, en báturinn var við veiðar skammt undan Gróttu
Veðrið var eins og best gerist á þessum árstíma og óska ég lesendum gleðilegs sumar með þökk fyrir innlitið á síðuna í vetur.
Neisti HU 5, sem gerður er út af Sigga afa ehf., var smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði árið 1987. Hann var smíðaður fyrir Gunnar Karl Garðarsson á Bíldudal og fékk nafnið Jörundur Bjarnason BA 10.
Árið 1989 var Jörundur Bjarnason orðinn SF 75, síðar sama ár fékk hann nafnið Jökull SF 75.
Frá árinu 1990 hefur báturinn, sem er tæpar 10 brl. að stærð, borið nafnið Neisti HU 5 og með heimahöfn á Hvammstanga. Heimild aba.is



Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Gleðilegt sumar Hafþór.
Líkar viðLíkar við