
Hér gefur að líta Manna ÞH 81 frá Þórshöfn þar sem hann stendur uppi við slippinn á Húsavík.
Manni hét upphaflega Kópur ÍS 10 og var smíðaður árið 1978 af Baldri Halldórssyni bátasmið á Hlíðarenda við Akureyri.
Hans fyrsta heimahöfn var Suðureyri við Súgandafjörð en 1980 var hann kominn í Stykkishólm og hét Hermann SH 116. Vorið 1983 er hann seldur vestur á Barðaströnd og fékk nafnið Ljúfur BA 303.
Árið 1985 var báturinn seldur til Bolungarvíkur þar sem hann fékk nafnið Sigurfari ÍS 11.
Það var svo árið 1987 sem Sæmundur Helgi Einarsson kaupir bátinn ti Þórshafnar og nefnir Manna ÞH 81. Manni, sem var 7 brl. að stærð, fékk síðan nafnið Litlanes ÞH 52 árið 1991 og hét það þegar hann var tekinn af skipaskrá árið 1994.
Um frekari afdrif bátsins má lesa hér á aba.is
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.