
Gunnvör ÍS 53 og hét upphaflega Húni II SF 18 frá Hornafirði en báturinn var smíðaður í Svíþjóð árið 1984.
Á þessari mynd frá Tryggva Sigurðssyni er báturinn að humarveiðum í Háfadýpi um 1997-98.
Báturinn hét Konráð SH 60 árin 2004 – 2007 en hefur síðan þá heitið Hraunsvík GK 75.
Það var Aðalsteinn Ómar Ósgeirsson á Ísafirði sem átti Gönnvöru og lengdi hann bátinn, breikkaði hann, hækkaði þilfarið, skipti um vél og setti nýja brú á hann.
Báturinn á sér eitt systurskip sem enn er í flotanum og er það Fram ÞH 62.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution