
Þórir frá Hornafirði er hér í Reykjavíkurhöfn um árið, annað hvort að fara upp í slipp eða koma niður.
Þinganes ehf. keypti Þóri SF 77 af Ingimundi h.f í Reykjavík en hann hét Helga RE 49 og var mikið aflaskip.
Þórir var smíðaður í Noregi árið 1956 en keyptur til landsins árið 1958 af Jóni Kr. Gunnarssyni í Hafnarfirði sem nefndi bátinn Haförn GK 321. Í Noregi hét hann Vico.
Ingimundur h/f keypti Haförn árið 1961 og nefndi Helgu RE 49. Báturinn var togaður talsvert og teygður í gegnum tíðina auk þess sem byggt var yfir hann 1986. Hann var mældur 199 brl. að stærð í þessari síðustu útgáfu og í honum 900 hestafla Caterpillar aðalvél.
Nýr Þórir SF 77 leysti þennan af hólmi árið 2009 þegar Skinney-Þinganes hf. fékk nýtt skip sem smíðað var í Taiwan. Þá fékk þessi skráninguna SF 177 en í pottinn fór hann árið 2013.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution