
Nýtt skip bættist í flota Vísis hf. síðdegis í dag þegar skuttogarinn Jóhanna Gísladóttir GK 357 kom til heimahafnar í Grindavík.
Vísir keypti togarann frá Vestmannaeyjum í sumar þar sem hann bar nafnið Bergur VE 44.
Togarinn, sem hét upphaflega Westro, var smíðaður fyrir Skota í Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1998. Bergur ehf. í Vestmannaeyjum keypti hann til landsins frá Noregi haustið 2005 en þar hét hann Brodd 1 og var gerður út frá Álasundi.
Jóhanna Gísladóttir er 569 BT að stærð, 36 metrar að lengd og breiddin 10,50 metrar.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution