Gimli ÞH 5

6643. Gimli ÞH 5 ex Þorfinnur EA 120. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Gimli ÞH 5 kemur hér að landi á Húsavík í dag en báturinn hét áður Þorfinnur EA 120.

Upphaflega hét hann þó Gamli Valdi RE 480 og var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1995.

1989 fékk báturinn nafnið Hrói SH 116 með heimahöfn í Stykkishólmi. Næstur árin flakkaði hann dálítið um og bar nöfnin Ósk ÓF 8, Uggi SI 13, Fundvís ÍS 882 og Stella EA 183.

Árið 2004 var báturinn keyptur frá Grímsey til Hríseyjar þar sem hann fékk nafnið Þorfinnur EA 120.

Þaðan keypti Oddur Örvar Magnússon bátinn til Húsavíkur og fékk hann nafnið Gimli ÞH 5 árið 2009.

Árið 2017 fór Gimli í gagngerar breytingar hjá Baldri Halldórssyni ehf. við Hlíðarenda á Akureyri. Báturinn var upphaflega Sómi 800 en varð Sómi 940 eftir breytingarnar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s