Hamrasvanur

238. Hamrasvanur SH 201 ex Hamrasvanur SH 211. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson

Hamrasvanur SH 201 hefur áður birst hér á síðunni en þó ekki þessi mynd sem Hreiðar Ogeirsson tók í Breiðafirði.

Hamrasvanur SH 201 var smíðaður í Molde í Noregi árið 1964 og hét upphaflega Eldborg GK 13.

Eldborg GK 13 var smíðuð fyrir útgerðarfélagið Eldborgu h/f í Hafnarfirði en að því fyrirtæki stóð Gunnar Hermannsson.

Báturinn var 220 brl. að stærð, búinn 660 hestafla MWM aðalvél. 

Árið 1967 kaupir Þróttur h/f í Grindavík bátinn og nefnir Albert GK 31. 12. desember 1972 kaupir Mars h/f á Rifi Albert og fær hann þá það nafn sem hann ber á myndinni. Í nóvember 1978 kaupir Sigurður Ágústsson h/f í Stykkishólmi bátinn sem heldur sama nafni og númeri. 

1978 var sett ný vél 826 hestafla Lister vél í bátinn og hann yfirbyggður um leið. Mældist 168 br. að stærð.

Þegar Sigurður Ágústsson h/f keypti Oddeyrina EA 210 1996 af Samherja og nefndi Hamrasvan SH 201 fékk sá gamli nafnið Hamrasvanur II SH 261 um tíma. Sama ár var hann seldur til Hollands þar sem hann fékk nafnið Ensis KG 8. Reyndar VE 7 fyrstu mánuðina en fékk KG 8 í lok ársins.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s