
Indriði Kristins BA 751 sem hér sést koma til hafnar í Grindavík vorið 2016 fékk síðar nafnið Einar Guðnason ÍS 303 og var gerður út frá Suðureyri.
Sú útgerð hlaut snöggan endi nú í vikunni þegar báturinn strandaði og ónýttist við Gölt í mynni Súgandafjarðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði áhöfn bátsins.
Báturinn, reyndar talað um skip í fréttum vikunnar, var 22 bt. að stærð og af gerðinni Cleopatra 40B frá Trefjum í Hafnarfirði. Hann var afhnetur Bergdísi ehf. á Tálknafirði í byrjun árs 2016.
Hann var seldur til Suðureyrar sumarið 2016 þegar nýr og stærri Indriði Kristins BA 751 leysti hann af hólmi.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution