
Dragnótabáturinn Njáll ÓF 275 kom til hafnar á Húsavík síðdegis í dag en hann hafði verið að veiðum á Skjálfanda.
Njáll ÓF 275 var smíðaður í Bátalóni hf.í Hafnarfirði árið 1980 og var með smíðanúmer 460 frá stöðinni. Smíðaður fyrir Sjóla hf. í Reykjavík og hét Njáll RE 275.
Báturinn var 24 brl. að stærð, lengd hans var 14,90 metrar og breiddin 3,80 metrar. Aðalvél hans var 215 hestafla Cummins.
Báturinn hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar í gegnum árin og mælist nú 19,95 metrar að lengd og breidd hans er 5 metrar. Stærð hans er 43 brl./43 BT. og aðalvélin er 270 hestafla Mitshubishi frá árinu 2006.

Árið 2018 keypti Fiskaup hf. Sjóla ehf. og í framhaldinu var Njáli lagt og hann síðar seldur. Í mars á þessu ári fékk hann einkennisstafina ÓF 275 en útgerð hans heitir Njáll ÓF 275 ehf. og heimahöfnin er Ólafsfjörður.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution