Njáll ÓF 275 kom til hafnar á Húsavík

Njáll ÓF 275 ex Njáll RE 275. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Dragnótabáturinn Njáll ÓF 275 kom til hafnar á Húsavík síðdegis í dag en hann hafði verið að veiðum á Skjálfanda.

Njáll ÓF 275 var smíðaður í Bátalóni hf.í Hafnarfirði árið 1980 og var með smíðanúmer 460 frá stöðinni. Smíðaður fyrir Sjóla hf. í Reykjavík og hét Njáll RE 275.

Báturinn var 24 brl. að stærð, lengd hans var 14,90 metrar og breiddin 3,80 metrar. Aðalvél hans var 215 hestafla Cummins.

Báturinn hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar í gegnum árin og mælist nú 19,95 metrar að lengd og breidd hans er 5 metrar. Stærð hans er 43 brl./43 BT. og aðalvélin er 270 hestafla Mitshubishi frá árinu 2006.

Njáll ÓF 275 ex Njáll RE 275. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Árið 2018 keypti Fiskaup hf. Sjóla ehf. og í framhaldinu var Njáli lagt og hann síðar seldur. Í mars á þessu ári fékk hann einkennisstafina ÓF 275 en útgerð hans heitir Njáll ÓF 275 ehf. og heimahöfnin er Ólafsfjörður.

Njáll ÓF 275 ex Njáll RE 275. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s