
Jón Steinar tók þessar myndir í vikunni af dragnótabátnum Ísey ÁR 11 koma að landi í Grindavík.
Ísey ÁR 11, sem er í eigu Saltabergs ehf., hét áður Kristbjörg ÁR 11 en upphaflega hét báturinn Langanes ÞH 321 frá Þórshöfn. Smíðaður á Seyðisfirði árið 1976.
Síðar átti báturinn eftir að bera eftirfarandi nöfn: Farsæll SH 30, Ársæll SH 88, Egill Halldórsson SH 2, Gulltoppur GK 24, Kristbjörg ÁR 11 og loks Ísey ÁR 11.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution