
Flutningaskipið Selfoss kom til Húsavíkur í dag en skömmu áður hafði flutningaskipið Felix sem legið hafði við Bökugarðinn farið frá og lagst við akkeri.
Selfoss er 700 gámaeininga skip, 130 metra langur, og siglir undir færeyskum fána. Eimskip keypti skipið, sem smíðað var 2008, árið 2017 en það hét áður Sophia.
Felix siglir undir hollenskum fána og er með heimahöfn í Groningen. Skipið, sem var smíðað árið 1999, og er heimahöfn þess í Groningen er 111 metrar að lengd og 15 metra breitt.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution