
Flutningaskipið Ostermarsch hefur lónað fyrir utan Húsavík síðan í nótt en það er að koma með hraéfnisfarm fyrir PCC á Bakka.
Edenborg er enn undir krananum hjá Eimskip við Bökugarðinn og því bíður Ostermarsch. Selfoss er þó á undan í röðinni en hann er væntanlegur á morgun.
Ostermarsch var smíðað árið 2008 og siglir undir fána Antigua & Barbuda með heimahöfn í Saint John´s.
Skipið mælist 5,313 GT að stærð, lengd þess er 115.47 metrar og það er 16.85 metra breitt.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða myndina betur.