
Grænlenska loðnuskipið Erika GR-18-119 lætur hér úr höfn á Húsavík í janúarmánuði árið 2012.
Erika hét upphaflega Hákon ÞH 250 og var smíðuð fyrir Gjögur h/f í Ulsteinsvik, Noregi árið 1987. Skipið er 820 brúttórúmlestir, 57 metrar að lengd og 12,5 metrar að breidd.
Þegar nýr Hákon leysti þennan af hólmi árið 2001 fékk sá gamli nafnið Áskell EA 48.
Síldarvinnslan h/f keypti Áskel sumarið 2008 og fékk hann nafnið Birtingur NK 119. Síðsumars árið 2009 var Birtingur seldur til Grænlands og fékk þá nafnið Erika og heimahöfnin Tasilaq.
Kaupandinn var Grænlenska útgerðarfélagið East Greenland Codfish A/S en Síldarvinnslan á hlut í því fyrirtæki.
Erika er nú undir flaggi Marakkó.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution