
Á þessari mynd Hólmgeirs Austfjörð frá því í gær má sjá togarann Sóley Sigurjóns GK 200 að veiðum fyrir vestan land.
Nesfiskur hf. í Garði gerir togarann út en hann hét áður Sólbakur RE 207.
Upphaflega hét togarinn Quaasiut en fékk nafnið Júlíus Havsteen ÞH 1 eftir að hann var keyptur til Íslands frá Grænlandi árið 1995. Hann kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Húsavík í síðari hluta janúarmánaðar 1996
Júlíus Havsteen ÞH 1 var seldur Jökli h/f á Raufarhöfn sumarið 1997 og fékk nafnið Rauðinúpur ÞH 160.
Síðar Sólbakur EA 7, Sólbakur RE 207 eins og fyrrr segir og loks Sóley Sigurjóns GK 200 .
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.