
Guðmundur Rafn Guðmundsson, eða Gundi eins og hann er jafnan kallaður, tók þessar myndir af skuttogaranum Björgu EA 7 í gærmorgun.

Björg EA 7 var að láta úr höfn á Akureyri og lá frostþoka yfir pollinum.

Þegar Gundi tók þessa mynd var hann kominn út á Svalbarðseyri og enn nokkur frostþoka.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.