
Á árunum 1982-1987 fóru bátar frá Húsavík á vertíð í Breiðafjörðinn og 1982 var Skálaberg ÞH 244 í Þorlákshöfn.
Kristbjörg ÞH 44 var einn þessara báta sem var í Ólafsvík 1982. Eftir páskana var farið suður fyrir ásamt Geira Péturs ÞH 344 og Sigþóri ÞH 100 og landað í Þorlákshöfn.
Þar var margt um bátinn eins og sjá má á þessari mynd hér að ofan. Þarna liggur Kristbjörgin á milli Sæbjargar ST 7 frá Hólmavík og Jósefs Geirs ÁR 36. Innstur er Bjarnarvík ÁR 13. Aftan við Sæbjörgina er Jón Helgason ÁR 12.

Á neðri myndinni liggja Húsavíkurbátarnir Geiri Péturs ÞH 344 og Sigþór ÞH 100 við bryggju í Ólafsvík. Aftan við þá er Fróði SH 15 en Húsavíkurbátarnir lönduðu hjá Hróa h/f sem átti Fróða.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.