Ný Cleopatra 33 til Mæri

Bajas M-1-RA. Ljósmynd Trefjar.is 2019. Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Vågstranda sem er sveitarfélag í Mæri og Raumsdal í Noregi. Kaupandi bátsins eru feðgarnir Johan og Tobias Solgård og er Tobias skipstjóri á bátnum sem hefur hafið veiðar. Báturinn, sem hefur hlotið nafnið Bajas, er af gerðinni Cleopatra 33 … Halda áfram að lesa Ný Cleopatra 33 til Mæri

Örfirisey RE 4

2170.Örfirisey RE 4 ex Polarborg 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018. Þessar myndir af frystitogara HB, Granda, Örfirisey RE 4, voru teknar í marsmánuði árið 2018. Örfirisey var smíðuð árið 1988 í Kristiansund í Noregi fyrir Færeyinga og hét Polarborg 1. Grandi keypti skipið 1992 og þá fékk það nafnið Örfirisey RE 4. Það var lengt … Halda áfram að lesa Örfirisey RE 4