Svend C GR-6-23

Svend C G-6-23. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Grænlenski frystitogarinn Svend C GR-6-23 kom til hafnar í Reykjavík á sunnudagsmorgni í júnímánuði sl.

Ég var staddur í höfuðborginni og sá til ferða hans á AIS-kerfinu. Ég beið hans inn við sundin og tók meðfylgjandi myndir. 

Svend C var hannaður af fyrirtækinu Skipsteknisk í Noregi og smíðaður í Tersanskipasmíðastöðinni í Tyrklandi. 

Sú stöð smíðaði einnig Sólberg ÓF 1 sem kom til landsins í maí 2017 en Svend C var afhentur í desember 2016.

Togarinn er 83,50 metrar að lengd, 17 metrar á breidd og 4.916 BT að stærð.

Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk er 9456 hestafla Wartsila aðalvél í honum.

Svend C G-6-23. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.
Svend C G-6-23. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.

Þorsteinn ÞH 115

926. Þorsteinn ÞH 115 ex Þorsteinn GK 15. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Þorsteinn ÞH 115 siglir hér inn Stakksfjörðinn áleiðis til hafnar í Njarðvík á síðustu vetrarvertíð.

Þorsteinn var smíðaður í Svíþjóð 1946 og hefur alla tíð heitið þessu nafni, fyrst EA 15, því næst GK 15 og nú síðustu árin ÞH 115.

Útgerð og eigandi Önundur ehf. á Raufarhöfn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Sólrún EA 151

2706. Sólrún EA 151 ex Tumi EA 84. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Þegar Sólrún EA 151 kom úr sínum fyrsta róðri í sumar var ég staddur við Eyjafjörð og tók þessar myndir á Árskógssandi.

Eins og kannski glöggir menn sjá er þetta gamla Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60 sem smíðuð var hjá Seiglu á Akureyri árið 2007.

Seld norður haustið 2017 og fékk nafnið Tumi EA 84 en var að ég held aldrei gerður út undir því nafni.

Sólrún ehf. á Árskógssandi keypti svo Tuma í vetur og fékk hann þá þetta nafn.

Fór í breytingar á Siglufirði sem m.a fólust í því að byggt var yfir hann og sett á hann pera.

2706. Sólrún EA 151 ex Tumi EA 84. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.

Hafborg EA 152

2940. Hafborg EA 152. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Hafborg var smíðuð í Danmörku og kom ný til landsins í upphafi þessa árs. Myndirnar eru teknar á Skjálfandaflóa 8. mars er báturinn var á landleið til Húsavíkur.

Hafborg er 25,95 metra löng og átta metra breið, búin til veiða með net og dragnót.

Hún mælist 283 brúttótonn að stærð. Yanmar aðalvél er í bátnum, týpa 6EY17W.

Hér má lesa ítarlegar upplýsingar um bátinn.

2940. HafborgEA 152. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða myndirnar í stærri upplausn.

Skonnortan Ópal

2851. Ópal. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Hér er skonnortan Ópal við borgarísjaka í Scoresbysundi á Grænlandi haustið 2017. Skipið var smíðað af skipasmíðastöðinni Bodenwerft í Damgarten, Þýskalandi árið 1951 sem togari og var við veiðar á Eystrarsalti, í Norðursjó og Barentshafi. Á 8 árum (1973-1981) var Opal breytt í þá glæsilegu tveggja mastra skonnortu sem hún er í dag. Skipið hefur siglt um allan heim, t.d. siglt yfir Atlantshaf nokkrum sinnum og alltaf einstaklega vel viðhaldið. Opal var í eigu sömu aðila allt frá endurbyggingu til ársins 2013 er hún bættist við flota Norðursiglingar á Húsavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.