Mark ROS 777 við Eyjagarð.

Mark ROS 777. Ljósmynd Magnús Jónsson 2018.

Maggi Jóns tók þessa mynd í dag af þýska skuttogaranum Mark ROS 777 þar sem hann lá við Eyjagarð í Örfirisey.

Skipið var smíðað í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhent eigandanum, Parlevliet & Van der Plas group í júní 2015. Heimahöfn hans er í Rostock

Togarinn er 84 metra langur og 16 metra breiður. íbúðir eru fyrir 34 manna áhöfn auk tveggja sjúkraklefa. Aðalvél er 4.000 kW og er hún af gerðinni MAK. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Wilson Nice á Húsavík

Wilson Nice. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Flutningaskipið Wilson Nice liggur nú við Bökugarðinn á Húsavík  þar sem uppskipun á hráefni fyrir PCC á Bakka fer fram.

Wilson Nice er 123 metra langt og 17 metra breitt, smíðað árið 2010.

Skipið, sem siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Valletta, kom einnig til Húsavíkur í sumar með trjáboli fyrir PCC.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Hulda HF 27

2912. Hulda HF 27 ex Oddur á Nesi SI 76. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Línubáturinn Hulda HF 27 er hér að koma til hafnar á Siglufirði þann 13. júní sl.

Hulda, sem er GK 17 í dag, hét áður Oddur á Nesi SI 76 og var báturinn smíðaður hjá Seiglu á Akureyri fyrir BG Nes ehf á. Hann kom til heimahafnar á Siglufirði upp úr miðjum janúar 2017.

Seldur Blikabergi ehf. í júlí 2017 og tók BG Nes ehf. Huldu HF 27 upp í og heitir sá bátur Oddur á Nesi í dag. 

2912. Hulda HF 27 ex Oddur á Nesi SI 76. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.