Gísli Árni RE 375

1002. Gísli Árni RE 375. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982. Gísli Árni RE 375 kemur hér til hafnar í Þorlákshöfn á vetrarvertíðinni árið 1982. Gísli Árni var smíðaður fyrir Sjóla hf. í Reykjavík í Kaarbös Mek. Verksted í Harstad í Noregi árið 1966. Að Sjóla hf. stóðu Einar Árnason og Eggert Gíslason skipstjóri. Eggert eignaðist síðar … Halda áfram að lesa Gísli Árni RE 375

Karlsefni RE 24

1253. Karlsefni RE 24 ex Jochen Homann. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Skuttogarinn Karlsefni RE 24 er hér við bryggju í sinni heimahöfn, Reykjavík, um árið. Karlsefni hf. keypti togarann frá Þýsklandi árið 1972 en hann var smíðaður þar árið 1966. Togarinn var 713 brl. að stærð búinn 2140 hestafla Deutz aðalvél. Árið 1987 eignaðist Sjólastöðin hf. … Halda áfram að lesa Karlsefni RE 24

Bryndís SI 14

1457. Bryndís SI 14 ex Ölver ÍS 49. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1988. Bryndís SI 14 hét upphaflega Hugrún NS 7 og var smíðuð í Dráttarbrautinni hf. á Neskaupstað. Smíðaár Hugrúnar er 1974 en 1976 kaupir Ísak Aðalsteinsson bátinn af Dráttarbrautinni. Ári síðar er báturinn seldur suður í Hafnir og lét kaupandinn, Þórarinn Sigurðsson, bátinn halda … Halda áfram að lesa Bryndís SI 14

Gleðilegt nýtt ár-Happy new year-Feliz año nuevo

Við Húsavíkurhöfn á Gamlársdag 2021. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Skipamyndir.com óskar öllum þeim sem sækja síðuna heim gleðilegs nýs árs með þökk fyrir innlitið á því gamla sem nú er liðið í aldanna skaut. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view … Halda áfram að lesa Gleðilegt nýtt ár-Happy new year-Feliz año nuevo