Fleiri myndir af Tómasi Þorvaldssyni GK 10 koma til Grindavíkur

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar var á ferðinni með drónann þegar frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK 10 kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Grindavík í gærmorgun.

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Þetta er glæsilegt sem ber aldurinn vel en það var smíðað í Noregi árið 1992 eins og komið hefur fram hér á síðunni.

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tómas Þorvaldsson GK 10 kom til heimahafnar í dag

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK 10 kom í fyrsta skipti í heimahöfn sína Grindavík kl. 9 í morgun.

Þorbjörn hf. fékk skipið afhent í júní sl. eftir að hafa keypt það frá Grænlandi þar sem það bar nafnið Sisimiut GR6-500.

Fram kom í máli skipstjórans í samtali við Fiskifréttir í síðustu viku kom fram að þeir hafa aðallega verið á grálúðu veiðum í þessum fyrsta túr.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Vestmannaey VE 444 orðin Smáey VE 444

2444. Smáey VE 444 ex Vestmannaey VE 444. Ljósmynd Guðmundur Alfreðsson 2019.

Vestmannaey VE 444 hefur fengið nafnið Smáey VE 444 en eins og flestir vita kom ný Vestmannaey til landsins fyrir skömmu. Sú er VE 54.

Þetta kemur fram á heimasíðu Síldarvinnslunnar hf.

Útgerðarfélagið Bergur-Huginn hefur áður átt skip sem borið hefur nafnið Smáey en það var selt árið 2012 til Grenivíkur. Gert er ráð fyrir að ný Bergey, sem er systurskip nýrrar Vestmannaeyjar, komi til landsins í septembermánuði nk. en núverandi Bergey hefur verið seld Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði og er gert ráð fyrir að skipið verði afhent nýjum eiganda í síðasta lagi í septembermánuði nk.  Segir í fréttinni.

En þess má geta að Bergur-Huginn átti einnig aðra Smáey VE 144 hér á árum áður sem smíðuð var á Ísafirði og hét upphaflega Guðlaugur Guðmundsson SH 97.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tuneq kom til Hafnarfjarðar í gær

1903. Tuneq GR 6-40 ex Þorsteinn ÞH 360. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Óskar Franz tók þessa mynd af grænlenska uppsjávarveiðiskipinu Tuneq GR 6-40 koma til Hafnarfjarðar í gær.

Tuneq GR 6-40 hét upphaflega Helga II RE 373 og var smíðuð í Ulsteinvik í Noregi árið 1988 fyrir Ingimund hf. í Reykjavík.

Síðar Þorsteinn EA 810 og Þorsteinn ÞH 360.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ontika kom til Hafnarfjarðar í dag

Ontika KL 913 ex Orri ÍS 20. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Óskar Franz tók þessa mynd af skuttogaranum Ontika L 913 koma til Hafnarfjarðar í dag.

Togarinn var að koma úr síðustu veiðiferðinni fyrir útgerðarfyrirtækið Reyktal en Lokys KL 926 mun leysa hann af hólmi.

Ontika hefur verið seldur til Lettlands. Togarinn, sem hét upphaflega Le Bretagne og var smíðaður árið 1984, hét eitt sinn Orri ÍS 20.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Aal Nanjing að koma til Helguvíkur

IMO 9521552. Aal Nanjing. Ljósmynd KEÓ 2019.

Flutningaskipið Aal Nanjing er í þessum skrifuðu orðum að koma til hafnar í Helguvík með hóteleiningar sem þar verður skipað upp.

Aal Nanjing siglir undir fána Líberíu og heimahöfnin er Monrovia. Skipið var smíðað 2012 og er 14, 053 GT að stærð. Lengd þess er 148,99 metrar og breiddin 23,5 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hrafnreyður KÓ 100

1324. Hrafnreyður KÓ 100 ex Valur ÍS 18. Ljósmynd Magnús Jónsson 2018.

Hrafnreyður KÓ 100 leggur hér upp frá Hafnarfirði sumarið 2018 í sama mund og frystitogarinn Berlin NC 105 kom að.

Hrafnreyður KÓ 100, sem er í eigu IP útgerðar ehf., heitir Halla ÍS 3 í dag og er með heimahöfn á Flateyri. Stundar veiðar á sæbgjúga.

Báturinn var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. árið 1973 og er 101 brl. að stærð. Hann hét upphaflega Ottó Wathne NS 90 og var í eigu Gyllis hf. á Seyisfirði.

Ottó Wathne NS 90 var seldur til Hornafjarðar árið 1981 þar sem hann fékk nafnið Bjarni Gíslason SF 90.

Árið 2005 var báturinn seldur til Vestmannaeyja og varð Bjarni Gíslason VE 30, 2007 fékk hann nafnið Valur ÍS 18, heimahöfn Súðavík.

Árið 2010 fékk hann að nafn sem hann ber á myndinni, Hrafnreyður KÓ 100. Stundaðar voru og hrefnuveiðar á bátnum en í júní 2018 hóf hann veiðar á sæbjúga.

Það var svo í júní á þessu ári sem báturnn fékk nafnið Halla ÍS 3.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Trausti EA 98 á Trilludögum

396. Trausti EA 98 ex Sigurður Pálsson ÓF 66. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessar myndir af Trausta EA 98 fyrir nokkru þegar Trilludagar voru haldnir á Siglufirði.

Trausti EA 98 er 8 brl. að stærð, hét upphaflega Eyrún EA 58 var smíðaður ári 1954 í skipasmíðastöð KEA.

Hann var smíðaður fyrir þá Jóhann Jónasson og Björn Björnsson í Hrísey.

1973 var báturinn seldur til Ólafsfjarðar þar sem hann fékk nafnið Sigurður Pálsson ÓF 66.

396. Trausti EA 98 ex Sigurður Pálsson ÓF 66. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Árið 2005 var báturinn tekinn af skrá en eftir að Lúðvík Gunnlaugsson á Akureyri keypti hann árið 2009 og hóf að endurbyggja komst hann aftur á skipaskrá árið 2010. Heimild aba.is

Lúðvík hefur stundað strandveiðar á Trausta EA 98 undanfarin sumur.

396. Trausti EA 98 ex Sigurður Pálsson ÓF 66. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Geir ÞH 150

459. Geir ÞH 150 ex Glaður ÞH 150. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Þetta er eina myndin sem ég á af Geir ÞH 150 frá Þórshöfn en hana tók pabbi á Kodak Instamaticvélina sem til var á heimilinu á sínum tíma.

Gæðin eru eftir því en báturinn var smíðaður í Danmörku árið 1953 fyrir Jón Þórarinsson í Reykjavík. Báturinn hét Þórarinn RE 42.

Árið 1956 kaupir Halldór Jónsson í Ólafsvík bátinn og nefnir Glað SH 67. Glaður er seldur samnefndu fyrirtæki í Keflavík 1965, hann heldur nafninu en fær einkennisstafina KE 67.

Árið 1968 er báturinn seldur til Húsavíkur, kaupandinn var Norðurborg h/f og enn heldur báturinn nafninu en verður ÞH 150. Norðurborg h/f átti Glað til ársins 1973 en þá var báturinn seldur Jóhanni Jónassyi á Þórshöfn sem nefndi bátinn Geir ÞH 150.

Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá árið 1983.  Heimild Íslensk skip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Haförn ÁR 115

100. Haförn ÁR 115 ex Jón Jónsson SH 187. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Haförn ÁR 115 kemur að landi í Þorlákshöfn en hann var í eigu Marvers hf. á Stokkseyri árin 1988-1995.

Upphaflega Hoffell SU 80, smíðað í Noregi árið 1959. Síðar Fagurey SH 237, Jórunn ÁR 237, Jón Jónsson SH 187, Haförn ÁR 115, Haförn SK 17 og að lokum SkálafellÁR 50.

Fór í brotajárn 2014.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution