Guðbjörg GK 517

1262. Guðbjörg GK 517 ex  Óskar ÍS 68. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Guðbjörg GK 517 kemur hér að landi í Sandgerði en þar var báturinn með heimahöfn árin 1994-2002.

Báturinn hét upphaflega Sjöfn ÞH 142 og var 26.40 brl. að stærð, 16.30 metrar að lengd og búin 250 hestafla Scaniavél. Hún var fyrsti báturinn sem Bátasmiðjan Vör h/f smíðaði en þeir áttu eftir að vera fleiri.

Lesa nánar um sögu bátsins hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Aðalbjörg RE 5

265. Aðalbjörg RE 5 ex Aðalbjörg HU 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Aðalbjörg RE 5 er hér í höfn í Reykjavík um árið, sennilega um miðbik níunda áratugs síðsutu aldar. Liggur hún utan á Sæljóni RE 19.

Aðalbjörg RE 5 var smíðuð í Reykjavík fyrir Sigurð Þorsteinsson og Einar Sigurðsson. Báturinn, sem var 22 brl. að stærð, var sjósettur árið 1935.

Árið 1960 var báturinn lengdur á Akranesi og mældist eftir það 30 brl. að stærð.

Síðla hausts 1986 kom Aðalbjörg úr sínum síðasta róðri en þá var ný Aðalbjörg RE 5 í smíðum á Seyðisfirði.

eð því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Eemshorn við Bökugarðinn

IMO 9393278. Eemshorn við Bökugarðinn í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Flutningaskipið Eemshorn kom til Húsavíkur snemma í morgun og lagðist að Bökugarðinum en skipið er með hráefnisfarmi til kísilvers PCC á Bakka. 

Eemshorn er 3,990 GT að stærð og var smíðað árið 2008. Lengd þess er 111 metrar og breiddin 14 metrar.

Skipið siglir undir hollenskum fána með heimahöfn í Delfzijl.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Beitir við bryggju á Húsavík

2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning S 349. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hér koma nokkrar myndir af nóta- og togskipinu Beiti NK 123 við bryggju á Húsavík sl. sunnudag.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Fönix KE 111

177. Fönix KE 111 ex Jón Ágúst GK 360. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Fönix KE 111 liggur hér við bryggju í Njarðvík um árið en upphaflega hét báturinn Seley SU 10.

Báturinn sem heitir Fönix ST 177 í dag var smíðaður í Noregi árið 1960. Hét eins og áður segir Seley SU 10 og var upphaflega 150 brl. að stærð með heimahöfn á Eskifirði.

Fönix var yfirbyggður árið 1986 og ný brú sett á hann. Hann hafði þá verið lengi í endurbyggingu í Dráttarbraut Keflavíkur h/f sem eignaðist hann árið 1982. Báturinn hafði skemmst mikið eftir að eldur kom upp í honum árið 1978. Þá hét hann Jón Ágúst GK 60.

Eftir endurbygginguna fékk hann nafnið Fönix KE 111.

Hefur borið nöfnin Seley SU 10, Jón Þórðarson BA 180, Guðmundur Kristján BA 80, Jón Ágúst GK 60, Jón Ágúst GK 360, Fönix KE 111, Bergvík VE 505, Krossanes SU 5, Stakkur VE 650, Surtsey VE 123, Adólf Sigurjónsson VE 182, Eykon RE 19, Adolf RE 182, Arnfríður Sigurðardóttir RE 14 og loks Fönix ST 177.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Beitir NK 123 kom til Húsavíkur í dag

2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning S 349. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Nóta- og togskipið Beitir NK 123 kom til Húsavíkur í dag og hygg ég að þetta sé stærsta fiskiskip sem lagst hefur að bryggju hér í bæ.

Skipið, sem áður hét Gitte Henning S 349 og þykir með þeim glæsilegri, var smíðað í skipasmíðastöðinni Western Baltija Shipbuilding í Litháen en kom nýtt til Danmerkur í apríl 2014. 

Beitir NK 123, sem var við loðnuleit, er 86,3 metrar að lengd, 17,6 metrar að breidd og mælist 4.138 brúttótonn að stærð.  

Aðalvél skipsins er af gerðinni Wärtsila 5220 KW en auk þess er í skipinu  hjálparvél af Wärtsila gerð 2300 KW sem hægt er að samkeyra með aðalvél,

Síldarvinnslan keypti skipið til landsins síðla árs 2015 og fór Beitir sem þá var upp í kaupin. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Samvinna á síldarmiðunum

2882. Víkingur AK 100. Ljósmynd Hilmar Örn Kárason 2021.

Með fylgjandi myndir voru teknar á síldarmiðnum og sýna Víking AK 100 og Venus NS 150 þegar það síðarnefnda var að dæla um 620 tonnum íslenskrar síldar yfir í það fyrrnefnda.

Það voru Húsvíkingar sem tóku myndirnar, Hilmar Örn Kárason 1. stýrimaður á Venus tók myndina af Víkingi og Börkur Kjartansson yfirvélstjóri á Víkingi myndirnar af Venus.

Brim hf. á, og gerir skipin út.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ný Cleopatra 36 til Þrándheims í Noregi

Skipson TR-10-O. Ljósmynd Trefjar 2021.

Tommy Albertsen útgerðarmaður í Þrándheimi fékk á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 36 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Tommy verður sjálfur skipstjóri á bátnum sem ber nafnið Skipson og er kominn til Noregs og mun hefja veiðar á næstu dögum.

Báturinn er 10.99 metrar á lengd og mælist 11 brúttótonn að stærð. Aðalvél hans er af gerðinni Scania D13 500hö tengd ZF325IV gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Simrad.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til netaveiða.  Netabúnaður kemur frá Noregi.

Lest bátsins rúmar 15stk, 380 lítra fiskikör. 

Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Stór borðsalur og fullbúin eldunaraðstaða er í brúnni.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.  Salerni með sturtu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Hrafnseyri ÍS 10

1576. Hrafnseyri ÍS 10 ex Kolbeinsey ÞH 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Skuttogarinn Hrafnseyri ÍS liggur hér við bryggju í Grindavík um árið en Þorbjörn-Bakki hf. keypti hana haustið 1997 frá Húsavík þar sem hún bar nafnið Kolbeinsey ÞH 10.

Kolbeinsey ÞH 10 var smíðuð fyrir Höfða hf. á Húsavík í Slippstöðinni á Akureyri og kom hún til heimahafnar 10. maí 1981.

Hrafnseyrin, sem var 430 brúttórúmlestir að stærð, var seld Háanesi hf. á Patreksfirði árið 1998 og fékk hún nafnið Guðrún Hlín BA122.

Lesa má meira um togarann hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Bjarni Ólafsson AK 70

2287. Bjarni Ólafsson AK 70 ex Voyager K. Ljósmynd Börkur Kjartansson.

Bjarni Ólafsson AK 70 sem hér sést var keyptur til landsins vorið 1997 og leysti af hólmi eldra skip með sama nafni.

Í 7-8 tbl. Ægis 1997 sagði m.a:

Í apríl s.l. bœttist nýtt og glœsilegt nóta- og togveiðiskip, BjarniÓlafsson AK-70, í flota Akurnesinga. Skipið var smíðað í Noregi árið 1978 hjá skipasmíðastöð Georg Eide’s Sönner og var það stærsta fiskiskip sem þá hafði verið smíðað í Noregi.

Skipið hét upphaflega M/S Libas en var selt til Írlands og var þá gefið nafnið Voyager K. Smíðanúmer er 106 og hönuður er Vik & Sandvik. Skipið er 1608 brúttórúmlestir og gengur auðveldlega 14,5 hnúta á klukkustund.

Bjarni Ólafsson kemur í stað eldra skips með sama nafni sem hefur verið selt til Þórshafnar. Það heitir nú Neptúnus ÞH361 (1504). Gamli Bjarni Ólafsson var smíðaður í Karlstad í Svíþjóð og er hann 556 rúmlestir að stœrð.

Hið nýja skip er þriðja skip Runólfs Hallfreðssonar sem ber þetta nafn. Skipstjóri er Gísli Runólfsson og yfirvélstjóri er Gunnar Már Ármannsson.

Bjarni Ólafsson AK 70 var seldur úr landi árið 2015 þegar útgerðin keypti Fiskeskjer frá Noregi í hans stað.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.