Páll Jónsson

2957. Páll Jónsson GK 7. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2022. Línuskipið Páll Jónsson GK 7 er hér á útleið frá Grindavík á dögunum en myndina tók Jón Steinar. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them in higher resolution

Alexander kom til Húsavíkur fyrir stundu

IMO 9433353. Alexander ex Cecilia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Alexander kom til Húsavíkur fyrir stundu og lagðist að Bökugarðinum hvar hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka verður skipað upp. Alexander, sem áður hét Cecilia, var smíðað 2009 og siglir undir fána Antigua & Barbuda með heimahöfn í Saint John´s. Skipið er 117 metrar að lengd … Halda áfram að lesa Alexander kom til Húsavíkur fyrir stundu

Smábátar við bryggju

Smábátar við bryggju á Húsavík í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þessi mynd sýnir smábáta við bryggju á Húsavík síðdegis í dag. Háey I ÞH 295 kom af vertíð í gær og verið að landa úr Karólínu ÞH 100 eftir róður dagsins. Strandveiðibátar í forgrunni. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana … Halda áfram að lesa Smábátar við bryggju

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Húsavíkur í morgun

IMO 9138329. Hamburg ásamt hafnsögubátnum Sleipni síðdegis í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Húsavíkur í morgun og þar var á ferðinni Hamburg sem hefur heimahöfn í Nassau á Bahamaeyjum. Hamburg, sem áður hér C.Columbus, var smíðað árið 1997. Það er 144 metra langt og mælist 15,067 GT að stærð. Það tekur … Halda áfram að lesa Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Húsavíkur í morgun

Granit á útleið frá Tromsø

IMO 9796896. Granit H-11-AV. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2022. Norski frystitogarinn Granit H-11-AV er hér á útleið frá Tromsø en Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking myndaði hann í morgun þegar hann var á landleið. Hann var smíðaður fyrir Halstensen Granit AS í Tersanskipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhentur í september árið 2017. Granit er 81,20 metrar að … Halda áfram að lesa Granit á útleið frá Tromsø

Jón Pétur að draga grásleppunetin

2033. Jón Pétur RE 411. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2022 Jón Steinar tók þessar myndir af grásleppubátnum Jóni Pétri RE 411 í gær þar sem hann var að draga netin á Hraunsvíkinni. Jón Pétur var smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 1987 og lengdur tíu árum síðar. 2033. Jón Pétur RE 411. Ljósmyndir Jón Steinar … Halda áfram að lesa Jón Pétur að draga grásleppunetin

Hópsnes GK 77

2457. Hópsnes GK 77 ex Katrín SH 575. Ljósmynd Jón Steinar 2022. Línubáturinn Hópsnes GK 77 kemur hér að landi í Grindavík í gær. Stakkavík gerir hann út. Upphaflega hét báturinn Katrín RE 375 og var smíðaður árið 2000 hjá Bátagerðinni Samtak fyrir Rafn ehf. í Reykjavík. Sumarið 2006 varð báturinn SH 575 og heimahöfn Ólafsvík. … Halda áfram að lesa Hópsnes GK 77