Aðalbjörg RE 5

1755. Aðalbjörg RE 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Aðalbjörg RE 5 kom til hafnar í Reykjavík nú undir kvöld og voru þessar myndir teknar þá. Aðalbjörg er á dragnót sem fyrr en þessa dagana er hún við veiðar í Faxaflóa.

Aðalbjörg RE 5 var smíðuð hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1987 og lengd árið 1995. Báturinn er eftir það 21,99 metrar að lengd og mælist 59 brl./68 BT að stærð.

Það er Aðalbjörg RE 5 ehf. í Reykjavík sem á og gerir bátinn út.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nýr Halldór NS 302

2790. Einar Hálfdáns ÍS 11 nú Halldór NS 302. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Áki í Brekku SU 760, sem áður hét Einar Hálfdáns ÍS 11, hefur nú fengið nafnið Halldór NS 302 og heimahöfn hans Bakkafjörður.

Eins og áður hefur komið fram á síðunni hafði GPG Seafood ehf. bátaskipti við Gullrúnu ehf. á Breiðdalsvík og fær Áka Í Brekku SU 760 í stað Halldórs NS 302.

Nýi Halldór hét upphaflega Einar Hálfdáns ÍS 11 og er Cleopatra 38 frá árinu 2009.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Svanur RE 45

3015. Svanur RE 45 ex Ilvid GR-18-318 Ljósmynd Gunnþór Sigurgeirsson 2021.

Svanur RE 45, sem áður hét Ilvid GR-18-318, er nýjasta skipið í flota Brims en þessa mynd fékk ég senda í síðustu viku.

Svanur hét upphaflega Strand Senior og var smíðað árið 1999, lengd skipsins er 67 metrar og breidd þess 13. Það mælist 1,969 brúttóttonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

FISK Seafood kaupir 60 % hlut í Steinunni SH 167

1134. Steinunn SH 167 ex Ingibjörg RE 10. Ljósmynd Alfons Finnsson 2020.

Gengið hefur verið frá samkomulagi um kaup FISK Seafood ehf., í gegnum dótturfélag sitt, á 60% eignarhlut í útgerðarfélaginu Steinunni hf. í Ólafsvík sem gert hefur út vertíðarbátinn Steinunni SH-167.

Fimm bræður og fjölskyldur þeirra hafa rekið félagið í u.þ.b. hálfa öld. Eftir kaupin munu tveir bræðranna, þeir Brynjar og Ægir Kristmundssynir, eiga ásamt fjölskyldum sínum sitt hvorn 20% eignarhlutinn í Steinunni hf. og halda áfram störfum sínum sem skipstjóri og vélstjóri Steinunnar SH-167. Aðrir eigendur selja hluti sína í félaginu.

Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsemi félagsins í Ólafsvík aðrar en þær sem lúta að frekari uppbyggingu og sóknarfærum.

Í frétt á heimasíðu FISK Seafood segir að markmiðið með kaupunum sé að styrkja umsvif sín í útgerð vertíðarbáta og hafa nokkur skref verið stigin í þá átt á undanförnum misserum. Nálægð Snæfellsnessins við matarkistur Breiðafjarðar er afar heppileg til slíkrar starfsemi. Öflugur rekstur dótturfélags FISK Seafood, Soffaníasar Cecilssonar ehf. í Grundarfirði, gerir frekari uppbyggingu á þessum slóðum enn fýsilegri. Það er skoðun stjórnenda FISK Seafood að Snæfellsnesið sé í raun eitt atvinnusvæði og búi yfir miklum tækifærum til að styrkja stöðu sína á sviði fjölbreytts sjávarútvegs á komandi árum.

Eftir meira en fimmtíu ára samfellda sjósókn þótti eigendum Steinunnar hf. kominn tími til þess að stokka upp spilin, sækja sér liðsstyrk og bæta vindi í seglin. Þegar tækifæri gafst til þess að snúa bökum saman með þeim framsæknu hugmyndum sem FISK Seafood hefur oft tjáð sig um þegar kemur að útgerð á Snæfellsnesi gengu viðræður hratt fyrir sig. Það er mikill metnaður af hálfu beggja aðila til þess að blása til frekari sóknar í útgerðinni frá Ólafsvík og efla um leið atvinnustarfsemi á Snæfellsnesinu öllu.

Brynjar og Ægir Kristmundssynir: „Við erum þakklátir fyrir það að þessi langi rekstur fjölskyldunnar hafi nú fengið tækifæri til kraftmikillar endurnýjunar. Innkoma Friðbjörns Ásbjörnssonar með mikla þekkingu á aðstæðum útgerðarinnar á Snæfellsnesi og hið sterka bakland FISK Seafood gefur góð fyrirheit um framhaldið. Samstarf okkar er ekki eingöngu grundvallað á metnaðarfullum markmiðum heldur einnig langri vináttu héðan af nesinu og gagnkvæmu trausti. Það skiptir miklu máli.“

Friðbjörn Ásbjörnsson: „Þetta er stórt og mikilvægt skref fyrir FISK Seafood í sókn sinni til aukinnar fjölbreytni í útgerð, vinnslu og sölu íslensks sjávarfangs. Við lítum á Snæfellsnesið sem mikilvægan hlekk fyrir áframhaldandi sókn okkar í sjávarútveginum og fyrir mig persónulega er auðvitað ánægjulegt að koma með þessum hætti til baka á æskustöðvarnar. Til viðbótar er ég viss um að það verður ákaflega lærdómsríkt að vinna með þeim bræðrum. Þeir hafa sótt sjóinn á þessum slóðum af miklu harðfylgi og hafa þekkingu og áræði sem ég hef dáðst að í áratugi. Steinunn SH 167 hefur verið með aflahæstu bátum landsins í langan tíma og það er mikið tilhlökkunarefni að koma að þessari öflugu útgerð frá Ólafsvík á komandi árum.“

Steinunn SH 167 er 153ja rúmlesta dragnótarbátur, smíðaður árið 1971 hjá Stálvík í Garðabæ. Fiskveiðikvóti félagsins er alls ríflega ellefu hundruð tonn í fimmtán tegundum, m.a. um 850 tonn í þorski auk ýsu, ufsa, skarkola o.fl. FISK Seafood greiðir ríflega 2,5 milljarða króna fyrir eignarhlut sinn í Steinunni hf. og eru viðskiptin gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Sæljón SU 104 á toginu

1398. Sæljón SU 104. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Sæljón SU 104 er hér að toga á rækjuslóðinni um árið en báturinn var gerður út af Friðþjófi hf. á Eskifirði.

Báturinn, sem var 142 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Friðþjóf í Slippstöðinni á Akureyri og afhentur árið 1974. Hann var yfirbyggður í Slippstöðinni árið 1980.

Sæljón var alla tíð gert út frá Eskifirði og í eigu Friðþjófs þar til það var selt til Skotlands árið 1994.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Óli á Stað

2842. Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Línubáturinn Óli á Stað GK 99 kemur hér til hafnar á Siglufirði í ágústmánuði en hann er gerður út af Stakkavík í Grindavík.

Óli á Stað GK 99 var smíðaður fyrir Stakkavík í Seiglu á Akureyri og afhentur vorið 2017. Hann er 14,8 metra langur og mælist 29.95 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ambassadeur kom með hráefni til PCC

IMO 9361328. Ambassadeur. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Ambassadeur kom til Húsavíkur í gær með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka.

Ambassadeur siglir undir hollensku flaggi með heimahöfn í Zwartsluis.

Skipið var smíðað árið 2007 og er 110,78 metra langt og 14 metra breitt. Það mælist 3,990 GT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Paldiski kom með salt

IMO 9373527. Wilson Paldiski ex Lauren C. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Wilson Paldiski lét úr höfn á Húsavík um kvöldmatarleytið en það kom í morgun með salt fyrir GPG Seafood.

Skipið var smíðað árið 2007 og siglir undir norsku flaggi með heimahöfn í Bergen.

Það er 90 metra langt, 15 metra breitt og mælist 2,990 GT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Halldór mun fá nafnið Áki í Brekku

2672. Halldór NS 302 ex ex Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessar myndir af Halldóri NS 302 voru teknar í gærkveldi þegar Halldór NS 302 tók smá kvæk út fyrir höfnina á Húsavík aður en honum var siglt til Raufarhafnar.

Þetta eru síðustu myndirnar sem ég tek af bátnum undir þessu nafni því hann mun fyrr en seinna fá nafnið Áki í Brekku SU 760.

Halldór NS 302 hét upphaflega Óli á Stað GK 99 og var smíðaður í Njarðvík árið 2005. Hann var seldur til Halldórs fiskvinnslu ehf. á Bakkafirði árið 2014.

Það fyrirtæki er nú í eigu GPG Seafood ehf. sem hefur nú bátaskipti við Gullrúnu ehf. á Breiðdalsvík og fær Áka Í Brekku SU 760 í stað Halldórs.

Áki þessi í Brekku hét áður Einar Hálfdáns ÍS 11 og er Cleopatra 38 frá árinu 2009.

Gullrún ehf. á fyrir nokkra báta og m.a Ella P SU 206 sem er samskonar bátur og Halldór en báðir bátarnir eru búnir línubeitningarvélum.

Elli P hét upphaflega Hópsnes GK 77 en bátarnir voru báðir smíðaðir fyrir Stakkavík í Grindavík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dúa II í vandræðum

399. Dúa II RE 400 e Aníta KE 399. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Eikarbáturinn Dúa II RE 400 sökk í höfninni í Grindavík í vikunni en þar hefur hún legið utan á nöfnu sinni Dúu RE 404 undanfarin ár.

Þetta var s.s sl. mánudag um hádegi en báturinn náðist aftur á flot daginn eftir.

Dúa II var smíðuð úr eik í Halmstad í Svíþjóð árið 1954 og mældist 39 brl. að stærð.

Báturinn hét upphaflega Sigurfari SF 58 frá Hornafirði, síðar Farsæll SH 30 og Örninn KE 127 og svo Kári GK 146, nafn sem hann bar í tæp 40 ár.

Vorið 2005 var hann seldur til Dalvíkur þar sem hann fékk nafnið Aggi Afi EA 399. Síðar hét hann Aníta KE 399 og svo Dúa II RE 400″. Skrifar Jón Steinar á síðu sinni Báta- og bryggjurölt.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution