Bárður SH 81

2965. Bárður SH 81. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Dragnótabáturinn Bárður SH 81 kom til löndunar á Húsavík síðdegis í dag en hann var við dragnótaveiðar á Skjálfandaflóa. Bárður SH 81 var smíðaður fyrir Bárð SH 81 ehf. en að því fyrirtæki stendur Pétur Pétursson skipstjóri og útgerðarmaður á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Smíði bátsins fór fram í … Halda áfram að lesa Bárður SH 81

Seglskútan Byr

2924. Byr á Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Seglskútan kom til Húsavíkur í dag frá Scoresbysund á Grænlandi og hafði samfylgd af Norðursiglingarskonnortunum Ópal og Hildi. Byr er tæplega 30 ára gamalt fley, smíðað úr stáli í Hollandi. Eigandi Láganes ehf. og heimahöfn Ísafjörður. Hér má lesa aðeins um Byr og eiganda þess. Með … Halda áfram að lesa Seglskútan Byr

Bárður við bryggju á Húsavík

2965. Bárður SH 81 við bryggju á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Dragnótabáturinn Bárður SH 81 er hér við bryggju á Húsavík um helgina en báturinn var við veiðar á Skjálfanda. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them in … Halda áfram að lesa Bárður við bryggju á Húsavík

Húsavíkurhöfn

Húsavíkurhöfn. Ljósmynd Pétur Jónasson. Hér gefur að líta mynd af Húsavíkurhöfn, tekna á seinni hluta áttunda áratugs síðustu aldar. Þarna má sjá, auk báta- og trilluflota heimamanna, þrjú íslensk kaupskip. Sunnan á bryggjunni er skip frá Skipadeild Sambandsins, við L-ið liggur skip frá Hafskip og við hafnargarðinn er skip frá Eimskip. Með því að smella … Halda áfram að lesa Húsavíkurhöfn

Júlíus Havsteen ÞH 1

1462. Júlíus Havsteen ÞH 1. Ljósmynd Pétur Jónasson. Júlíus Havsteen ÞH 1 var fyrsti skuttogari húsvíkinga og var smíðaður hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi. Hann kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Húsavík 24. október árið 1976. Á efstu myndinni er Sigþór ÞH 100 fyrir aftan hann og utan á bryggjunni er Aron … Halda áfram að lesa Júlíus Havsteen ÞH 1

Björn Kristjónsson SH 164

7716. Björn Kristjónsson SH 164. Ljósmynd Jón Steinar 2022. Jón Steinar myndaði handfærabátinn Björn Kristjónsson SH 164 í gær þegar hann var á landleið til Grindavíkur. Björn Kristjónsson SH 164 varr smíðaður 2012 hjá Bátasmiðjunni Bláfelli fyrir Jóhann Steinsson. 7716. Björn Kristjónsson SH 164. Ljósmyndir Jón Steinar Sæmundsson 2022. Með því að smella á myndirnar … Halda áfram að lesa Björn Kristjónsson SH 164

Magni

2985. Magni. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2022. Hafnsögubáturinn Magni er í eigu Faxaflóahafna og tók Sigurður Davíðsson þessa mynd af honum í vikunni. Hér má lesa nánar um bátinn. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them in higher resolution