Rio Arauca í Lissabon

Rio Arauca ex Melodia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Olíuflutningaskipið Rio Arauca liggur hér við akkeri á Tagusánni við Lissabon.

Rio Arauca var smíðað í Samsung Shipbulding & Heavy Industries í Suður Kóreu árið 2011. Hét Melody til ársins 2013.

Það er 274 metrar að lengd, 48 metra breitt og mælist 81,384 GT að stærð.

Rio Arauca ex Melodia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Rio Arauca er í eigu Colt Marine Inc. á Marshalleyjum og siglir undir fána þeirra. Heimahöfnin er Majuro. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Skinney SF 20 mynduð úr lofti

2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessar myndir af Skinney SF 20 á drónann sinn í vikunni þegar hún var á útleið frá Grindavík.

2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Polar Amaroq á landleið í gærkveldi

Polar Amaroq GR 18-49 ex Gardar. Ljósmynd Sigmund frá Teigum 2019.

Færeyingurinn Sigmund frá Teigum tók þessa mynd af Polar Amaroq í gærkveldi en hann er í áhöfn skipsins.

Húsvíkingurinn Sigurjón Sigurbjörnsson er það einnig, stýrimaður á skipinu og sendi hann síðuna þessa mynd.

Að sögn Sidda voru þeir við síldarleit í grænlensku lögsögunni en fundu ekkert. Þeir eru á leið til Akureyrar en kallarnir ætla að taka nokkurra daga frí.

Skipið er í eigu Polar Pelagic en Síldarvinnslan á þriðjungshlut í grænlenska útgerðarfélaginu. 

Skipið hét áður Gardar og var í eigu norska útgerðarfélagsins K. Halstensen. Það var smíðað árið 2004 og lengt tveimur árum síðar.

Polar Amaroq er vinnsluskip, 3.2000 brúttótonn að stærð, 83,8 m. á lengd og 14,6 m. á breidd. Það getur lestað 2535 tonn, þar af 2000 í kælitanka.

Frystigeta um borð er 140 tonn á sólarhring og er þá miðað við heilfrystan fisk en frystirýmið er fyrir 1000 tonn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Pálína Ágústsdóttir EA 85 lætur úr höfn

1674. Pálína Ágústsdóttir EA 85 ex Sóley SH 124. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Pálína Ágústsdóttir EA 85 lét úr höfn í Grindavík í gær og Jón Steinar sendi drónann á loft.

Báturinn var var smíðaður í Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1985 og hét upphaflega Harpa GK 111. Hann er er búinn að heita eftirtöldum nöfnum síðan: Hrísey SF 48, Silfurnes SF 99, Sóley SH 124.

1674. Pálína Ágústsdóttir EA 85 ex Sóley SH 124. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

K & G Fiskverkun ehf. keypti bátinn sumarið 2017 og gaf því núverandi nafn. Báturinn er 144 brl. /202 BT að stærð, lengd hans er 25,99 metrar og breiddin 7 metrar. Hann er búinn 764 hestafla Caterpillar aðalvél.

1674. Pálína Ágústsdóttir EA 85 ex Sóley SH 124. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bárður SH 81 sjósettur

Bárður SH 81. Ljósmynd Bredgaard boats. 2019.

Bárður SH 81 var sjósettur á dögunum í Bredgaard bátasmiðjunni í Rødby í Danmörku og fékk síðan þessar myndir hjá stöðinni.

Bárður SH 81 , smíðanúmer 135 hjá stöðinni, er smíðaður fyrir Pétur Pétursson skipstjóra og útgerðarmann á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hann mun leysa af hólmi Víkingbát með sama nafni sem er 30 bt. að stærð.

Bárður SH 81 klár til sjósetningar. Ljósmynd Bredgaard boats. 2019.

Bárður hinn nýi er 26,90 metra langur og 7 metra breiður og þar með stærsti trefjaplastbátur sem smíðaður hefur verið fyrir íslenska útgerð.

Bárður SH 81 sjósettur í Rødby á Lálandi. Ljósmynd Bredgaard boats. 2019.

Bárður SH 81 er útbúinn til netaveiða, en auk þess er hann með búnað til dragnótaveiða. Hann mun geta borið 55 tonna afla í körum.

Bárður SH 81 sjósettur í Rødby á Lálandi. Ljósmynd Bredgaard boats. 2019.

Von er á Bárði SH 81 heim síðar í sumar og treystir síðuhaldari á að Alfons Finnsson myndi hann við komuna.

Bárður SH 81 sjósettur í Rødby á Lálandi. Ljósmynd Bredgaard boats. 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kossau á siglingu upp Tagusána

Kossau siglir til hafnar í Lissabon. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Kossau siglir hér upp Tagusána til hafnar í Lissabon síðdegis í gær.

Kossau er 88 metra langt, 13 metra breitt og mælist 2,461 GT að stærð. Skipið var smíðað árið 2007 og er í eigu Erwin Strahlmann Brunsbuttel í Þýskalandi.

Kossau siglir undir fána Antigua & Barbuda og heimahöfn skipsins er St. John´s.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Grande Argentina við festar á Tagus

Grande Argentina við festar á Tagus. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Bílaflutningaskipið Grande Argentina hefur legið við festar á ánni Tagus framundan Lissabon undanfarna daga.

Það er 214 metrar að lengd, 32 metrar á breidd og mælist 56.660 GT að stærð.

Skipið var smíðað árið 2001 og siglir undir flaggi Gíbraltar. Það er í eigu Grimaldi Lines.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Þinganesið kom og fór

2040. Þinganes ÁR 25 ex Þinganes SF 25. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Þinganes ÁR 25 kom til Grindavíkur í gær og sett menn í land og beint út aftur.

Eitt fjögurra systurskipa sem smíðuð voru á sínum tíma fyrir Íslendinga hjá Carnave Eir Navais Sa smíðastöðinni í Aveiro í Portúgal.

2040. Þinganes ÁR 25 ex Þinganes SF 25. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Von er á nýju Þinganesi en hvað verður um þetta er ekki gott að segja.

2040. Þinganes ÁR 25 ex Þinganes SF 25. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Independence of the Seas leggst að bryggju í Lissabon

Independence of the Seas. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Farþegaskipið Independence of the Seas lagðist að bryggju um hádegisbil í Lissabon og stökk ég upp einar 2-3 hæðir til að ná því á mynd.

Skipið er í eigu Royal Caribbean cruise line sem fékk það afhent árið 2008 frá Turku shipyard í Finnlandi.

Það er 339 metrar að lengd, 38,6 metrar á breidd og tekur 5740 farþega en klefarnir eru 1817 talsins.

Áhöfnin telur 1360 manns sem hafa 763 klefa til umráða.

Annars má lesa nánar um skipið hér

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Hebridean Sky á Húsavík

Hebridean Sky við ex Sea Explorer I. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Hebridean Sky er eitt þeirra skemmtiferðaskipa sem koma til Húsavíkur í sumar og hafði það viðdvöl þar í gær.

Áki Hauksson skrifar á Fésbókarsíðu sína að þetta sé eitt af þremur systurskipum sem byggð voru á sama tíma. Það er útgerðarfélagið Noble Caledonia sem á skipið í dag en útgerðin keypti skipið árið 2014 og átti þá fyrir hin systurskip Hebridean Sky, þau Island Sky Caledonian Sky.

Systurskipin voru byggð af skipasmíðastöð Nuovi Cantieri Apuania á Ítalíu á svipuðum tíma en Hebridean Sky var tekið í notkun í Desember 1991. Skipið er 90,38 metra langt, 30 metra breitt og nær 14,5 mílna hraða og hefur verið gert út á suður-skautið aðallega í gegnum árin enda skipið byggt fyrir ís. Skipið getur tekið 120 farþega í 59 svítum um borð og lúxusinn um borð er ekki af verri endanum“. Skrifar Áki m.a um skipið.

Þess má geta að Caledonian Sky kom til Húsavíkur í júnímánuði 2011.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.