Vestmannaey og Bergey á Akureyri

2954. Vestmannaey VE 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Hér koma myndir af Vestmannaey VE 54 og Bergey VE 144 sem teknar voru á Akureyri með um fimm vikna millibilli.

Myndin af Vestmannaey VE 54 var tekin þann 4. október sl. en Bergeyjarmyndin í fyrradag, 12. nóvember.

2964. Bergey VE 144. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Svo kemur hér ein með þeim saman og gamla Hafborgin fær að fljóta með. Tekin í fyrradag en þarna var Vestmannaey nýlögst að Slippkantnum.

2323. Hafborg EA 242, 2964. Bergey VE 144. 2954. Vestmannaey VE 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Njáll ÓF 275 kom til hafnar á Húsavík

Njáll ÓF 275 ex Njáll RE 275. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Dragnótabáturinn Njáll ÓF 275 kom til hafnar á Húsavík síðdegis í dag en hann hafði verið að veiðum á Skjálfanda.

Njáll ÓF 275 var smíðaður í Bátalóni hf.í Hafnarfirði árið 1980 og var með smíðanúmer 460 frá stöðinni. Smíðaður fyrir Sjóla hf. í Reykjavík og hét Njáll RE 275.

Báturinn var 24 brl. að stærð, lengd hans var 14,90 metrar og breiddin 3,80 metrar. Aðalvél hans var 215 hestafla Cummins.

Báturinn hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar í gegnum árin og mælist nú 19,95 metrar að lengd og breidd hans er 5 metrar. Stærð hans er 43 brl./43 BT. og aðalvélin er 270 hestafla Mitshubishi frá árinu 2006.

Njáll ÓF 275 ex Njáll RE 275. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Árið 2018 keypti Fiskaup hf. Sjóla ehf. og í framhaldinu var Njáli lagt og hann síðar seldur. Í mars á þessu ári fékk hann einkennisstafina ÓF 275 en útgerð hans heitir Njáll ÓF 275 ehf. og heimahöfnin er Ólafsfjörður.

Njáll ÓF 275 ex Njáll RE 275. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vestmannaey VE 54 kom til Akureyrar undir kvöld

2954. Vestmannaey VE 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Togskipið Vestmannaey VE 54 kom til Akureyrar undir kvöld í dag en hverra erinda veit ég ekki.

Ég fíraði ISO-inu upp í hæstu hæðir til að ná einhverju birtingarhæfu og hér er afraksturinn.

2954. Vestmannaey VE 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Víðir Trausti SU 517

1178. Víðir Trausti SU 517. Ljósmynd úr safni Auðar Stefánsdóttur.

Víðir Trausti SU 517 var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar fyrir Trausta hf. á Eskifirði og kom hann til heimahafnar í fyrsta skipti þann 24. júlí 1971

Báturinn var 50 brl. að stærð, búinn 240 hestafla Caterpillar aðalvél. Víðir Trausti SU 517 var seldur norður á Hauganes vorið 1974. Þar hélt hann sínu nafni 0g númeri en fékk einkennisstafina EA.

1178. Víðir Trausti SU 517. Ljósmynd úr safni Auðar Stefánsdóttur.

Meðfylgjandi myndir eru úr safni Auðar Stefánsdóttir og ljáði hún síðunni þær til birtingar.

1178. Víðir Trausti SU 517. Ljósmynd úr safni Auðar Stefánsdóttur.

Báturinn sökk á Breiðafirði í síðustu viku en hann hét Blíða SH 277. Mannbjörg varð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vilborg ÞH 11

6431. Vilborg ÞH 11 ex Eyrún ÞH 268. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2014.

Vilborg ÞH 11, sem er í eigur Hreiðars Jósteinssonar á Húsavík, var smíðuð í Trefjum árið 1982.

Hún er af gerðinni Skel 80, mælist 5,3 brl./5,21 BT að stærð búin 63 hestafla Mermaid-vél síðan 1998.

Upphaflega hét báturinn Draumur ÞH 31 og var í eigu Steingríms Árnasonar. Gunnar Gunnarsson kaupir Draum af Steingrími og nefnir Eyrúnu ÞH 268. Hreiðar kaupir síðan af Gunnari í árslok 1990 og nefnir bátinn Vilborgu ÞH 11.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Aðeins meira af Harðbak

2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Hér koma fleir myndir af Harðbak EA 3 sem ég tók í gær. Nóg er nú til.

Harðbakur er þriðja skipið sem Útgerðarfélag Akureyrar eignast með þessu nafni, hið fyrsta kom 1950, síðutogari smíðaður í Skotlandi. Sá næsti var skuttogari smíðaður á Spáni 1974 og sá nýjasti sem hér birtist smíðaður í Noregi 2019.

2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.
2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.
2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Donna Wood

Donna Wood í Scoresbysundi. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Donna Wood er tveggja mastra skonnorta í eigu Norðursiglingar á Húsavík og siglir m.a með farþega um Scoresbysund.

Donna Wood var smíðuð árið 1918 og er því kominn á annað hundraðið í árafjölda. Hún var byggð sem vitaskip en árið 1990 var henni breytt í það horf sem hún er nú í. Þ.e.a.s tvímastra skonnorta til farþegasiglinga.

Donna Wood við bryggju í Nýhöfn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2013.

Hún siglir undir dönskum fána og er með heimahöfn í Kaupmannahöfn þaðan sem hún var gerð út. M.a til siglinga með ferðamenn sem og gisti- og veitingastaður við Nýhöfn.

Donna Wood þykir vönduð og vel smíðuð, búin sjö káetum fyrir 12 farþega og borðsal fyrir 24.

Donna Wood. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.
Donna Wood. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Harðbakur EA 3 verður á dagatalinu 2020

2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

„Verður Harðbakur ekki á dagatalinu ?“ var ég spurður að á Akureyri í dag.

Svarið var stutt og laggott og það var styttra en nei.

Harðbakur EA 3 verður á dagatali Skipamynda.com árið 2020 og verðugur fulltrúi þessara sjö systurskipa sem bætast í flotann á þessu ári.

Áhugasamir geta pantað dagatalið á korri@internet.is og verðið verður á svipuðum nótum og fyrr.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Í siglingu með Húna II EA 740

108. Húni II EA 740 kemur að bryggju eftir að hafa tekið á móti Harðbak hinum nýja. Ljósmynd Hafþór 2019.

Í morgun bauðst mér að fara í siglingu með Húna II þegar báturinn sigldi til móts við nýja Harðbak EA 3.

Steini Pje á brúarvængnum. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.
Það voru margir með myndavélina á lofti um borð í Húna II. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.
Kallinn í brúnni, Víðir Benediktsson. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.
Kallarnir klárir með springinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Húni II, upphaflega HU 2, var smíðaður á Akureyri 1963 og er 27,48 metrar að lengd og 6,36 metra breiður. Harðbakur er 29 metra langur og 12 metra breiður.

2963. Harðbakur EA 3 og 108. Húni II EA 740. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Ég vil þakka Húnamönnum fyrir siglinguna sem og kaffisopann.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Harðbakur EA 3 kom til heimahafnar á Akureyri í morgun

2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Harðbakur EA 3, nýtt togskip Útgerðarfélags Akureyringa, kom til heimahafnar á Akureyri laust fyrir klukkan 11 í morgun.

Harðbakur er fimmta skipið í raðsmíðaverkefni sem Vard-skipasmíðastöðin afhendir íslenskum útgerðum á þessu ári. Hin eru Vörður ÞH 44, Áskell ÞH 48, Vestmannaey VE 54 og Bergey VE 144. Tvö síðustu skipin, Steinunn SF 10 og Þinganes SF 25, verða afhent fyrir áramót.

Þessi nýju skip eru 28,95 metrar að lengd og 12 metra breið og mælast 611 BT að stærð. Í skipunum eru tvær aðalvélar með tveimur skrúfum.

Samherjamenn við nýja Harðbak með höfuðstöðvar ÚA í baksýn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Á myndinni hér að ofan eru fv. Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, Friðrik Karlsson yfirvélstjóri, Hjörtur Valsson skipstjóri, Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir eiginkona Hjartar og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.

2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Vinnslubúnaður verður settur um borð í Harðbak hjá Slippnum á Akureyri og stefnt að því að skipið hefji veiðar í byrjun næsta árs.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution