Ottar T-25-T kom til Akureyrar

IMO 7618026. Ottar T-25-T ex Ottar T-69-T. Ljósmynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson 2020.

Gamalkunnugt skip kom til Akureyrar fyrir helgi þar sem það fór í flotkvínna hjá Slippnum til skveringar.

Þarna var um að ræða norska skipið Ottar T-25-T sem var í íslenska flotanum á fjórða áratug undir nafninu Ísleifur VE 63.

Haukur Sigtryggur á Dalvík tók þessa mynd sem hér birtist og smá fróðleikur fylgdi með:

Ottar T-25-T … TF-VO.IMO-nr. 761 80 26. Skipasmíðastöð: Skala Skipasmiðja S.F. Skalum.1976.Lengd: 44,70. Breidd: 9,01. Dýpt: 5,98.Brúttó: 428. U-þilfari: 322. Nettó: 160.Mótor 1976 Nohab Polar 1133 kw. 1540 hö.Ný vél 1997 Wärtsilä 2460 kw. 3345 hö.Durid KG 728. Útg: P/R Burhella. Klakksvík. Færeyjum. (1976 – 1981).

Ísleifur VE 63. Útg: Ísleifur h.f. Vestmannaeyjum. (1981 – 1992).Ísleifur VE 63. Útg: Ísleifur ehf. Vestmannaeyjum. (1992 – 2004).Ísleifur VE 63. Útg: Vinnslustöðin h.f. Vestmannaeyjum. (2004 – 2015).Ísleifur II. VE 336. Útg: Vinnslustöðin h.f. Vestmannaeyjum. (2015 – 2016).Ottar T-69-T. Útg: ?? Tromsø. Norge. (2016 – 2019).Og nú Ottar T-25-T.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lodario á toginu í morgun

9690676. Lodairo ex Kirkella. Ljósmynd Björn Valur Gíslason 2020.

Björn Valur Gíslason skipstjóri á franska togaranum Emeraude tók þessa mynd í morgun af spænska togaranum Lodairo.

Skipin voru að veiðum í Barentshafi, ca 40 sml. NA af eyjunni Hopen. 77°04N – 28°08A.

Lodario, sem er með heimahöfn í Vigo á Norður-Spáni, var smíðaður í Tyrklandi árið 2015 og hét upphaflega Kirkella frá Hull. Skipið er gert út af fyrirtækinu Pesquera Ancora sem Samherji Holding á hlut í í gegnum dótturfélag sitt UK Fisheries. 

Lodario er 86.06 metrar að lengd, breiddin er 16.29 metrar og hann mælist 4290 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Amma Lillý BA 55

6626. Amma Lillý BA 55 ex Ljúfur BA 302. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Amma Lillý BA 55 hét upphaflega Þorvaldur HF 141 og var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar árið 1985.

Þessar myndir af bátnum sem hér birtast voru teknar á Patreksfirði í sumar en þaðan var báturinn gerður út til strandveiað. Eigandi hans er samkvæmt vef Fiskistofu Unnar Valby Gunnarsson en báturinn gerður út af Ármanni Kára Unnarssyni.

En aðeins að sögu bátsins en 1988 fékk báturinn nafnið Sverrir RE 141. 1991 varð báturinn BA 89 með heimahöfn í Örlygshöfn. Árið 1993 fékk hann nafnið Ljúfur BA 89 sem breyttist fljótlega í BA 302. heimahöfn Barðaströnd. Árið 2005 varð heimahöfnin Patreksfjörður og 2007 fékk hann núverandi nafn, Amma Lilly BA 55 með heimahöfn á Patreksfirði. Heimild: aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Eldborg á leið í pottinn

IMO 7362524. Eldborg EK 0604 ex Eldborg RE 13. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020.

Rækjutogarinn Eldborg sem legið hefur í Hafnarfjarðarhöfn undanfarin ár lagði upp í sína hinstu för í gæerkveldi.

Hann verður dreginn erlendis þar sem hann í brotajárn, trúlega er Belgía endastöðin hjá þessum gamla pólsksmíðaða skuttogara sem um tíma gegndi hlutverki varðskips sem varði landhelgina.

Hér má hlusta á hlaðvarp sem Flosi Þorgeirsson sagnfræðingur gerði um togarann sem upphaflega hét Baldur EA 124 og var í eigu Aðalsteins Loftssonar útgerðarmanns á Dalvík.

Skrifað hefur verið um togarann á síðunni og hér má lesa það.

IMO 7362524. Eldborg EK 0604 ex Eldborg RE 13. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigrún Hrönn ÞH 36

2736. Sigrún Hrönn ÞH 36. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar í marsmánuði árið 2008 og sýna línubátinn Sigrúnu Hrönn ÞH 36 koma að landi á Húsavík.

Ein myndanna birtist á mbl.is með eftirfarandi texta:

ÓTÍÐIN fyrir norðan hefur sett strik í reikninginn hjá bátunum þar. En þegar dúrar og menn komast út, hefur fiskiríið verð oft á tíðum mjög gott. Ingólfur Árnason á línubeitningarbátnum Sigrúnu Hrönn kom til dæmis inn til Húsavíkur nýlega með 12 til 13 tonn af fallegum fiski.

Sigrún Hrönn var smíðuð fyrir fyrrnefndan Ingólf og fjölskyldu hjá Trefjum og kom hún í fyrsta skipti til heimahafnar á Húsavík 23. júní 2007.

Báturinn var seldur Melnesi ehf. árið 2014 og fékk hann nafnið Sæbliki SH 15 með heimahöfn á Hellissandi.

Hann heitir Sæli BA 333 í dag en hét í millitíðinni Steinunn HF 108.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þórir SF 77

2731. Þórir SF 77. Ljósmynd Sverrir Aðalsteinsson.

Sverrir Aðalsteinsson á Höfn sendi þessar myndir af togskipinu Þóri SF 77 fyrir og eftir breytingar.

Þórir SF 77 og systurskipið Skinney SF 30 voru smíðuð hjá Ching Fu Shipbuilding co.,LTD skipasmíðastöðinni í Taiwan árið 2008 fyrir Skinney-Þinganes hf. á Höfn í Hornafirði.

Skipin fóru síðan í gagngerar breytingar til Póllands þar sem þau voru m.a lengd um tæpa 10 metra en þau komu úr þeim snemma árs 2019.

2731. Þórir SF 77. Ljósmynd Sverrir Aðalsteinsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Magnús SH 205 kemur í land á Rifi í kvöld

1343. Magnús SH 205 ex Sigurvon BA 55. Ljósmynd Margrét Sigurðarsdóttir 2020.

Dragnótabáturinn Magnús SH 205 kom að landi á Rifi í kvöld og tók tengdamamma skipstjórans, Magnúsar Darra Sigurðssonar, meðfylgjandi myndir. Svo vill til að hún er mágkona síðuhaldara.

Um Magnús SH 205 hefur verið skrifað hér áður en hann er í eigu Skarðsvíkur ehf. sem ýmist gerir hann út á dragnót eða net.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Valdimar GK 195

2354. Valdimar GK 195 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Línuskipið Valdimar GK 195 kom til hafnar í Grindavík úr sínum fyrsta róðri á nýju kvótaári í gær.

Smíðaður í Noregi 1982 og lengdur 1987. Keyptur til landsins 1999 og hét þá Vesturborg GK til að byrja með en fékk síðan Valdimarsnafnið. 

Hét áður Vestborg, Aarsheim Senior og Bömmelgutt í Noregi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sædís EA 54

6936. Sædís EA 54 ex Sandvík GK 73. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Grímseyingurinn Bjarni Reykjalín Magnússon brá sér í upp á land í dag þegar hann kom siglandi á Sædísi EA 54 til Húsavíkur.

Þegar erindum lauk var haldið aftur út í eyju og voru þessar myndir teknar þegar Sædís lét úr höfn.

Það vakti athygli í vor og komst í fréttir þegar tveir ungir Grímseyingar keyptu sitt hvorn Sómabátinn og stefndu á strandveiðar. Bjarni var annar þeirra en hinn Ingólfur Bjarni Svafarsson.

Sædís EA 54 hét áður Sandvík GK 73 og var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar árið 1987. Sandvík var upphaflega ST 20 með heimahöfn í Munaðarnesi í Árneshreppi. Síðan var Sandvík ÍS 707 og GK 707 áður en hún varð GK 73.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Eldborg HF 13

1525. Eldborg HF 13. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Eldborg HF 13 siglir hér til hafnar á Eskifirði haustið 1984, eða 1986, og myndin var tekin úr síldveiðibátnum Geira Péturs ÞH 344.

Eldborg HF 13 var smíðuð fyrir samnefnda útgerð árið 1978 og kom til heimahafnar í Hafnarfirði 30. desember það ár.

Skipið var smíðanúmer 136 hjá Fartygsentreprenader AB í Uddevalla í Svíþjóð, sem sá um smíðina. Smíði skipsins var hins vegar með þeim hœtti að smíði á skipsskrokk og yfirbyggingu fór fram í Svíþjóð hjá Karlstadverken.

Síðan var skipið dregið til Danmerkur, þar sem smíðinni var lokið, þ.e. smíði innréttinga, niðursetning á véla- og tœkjabúnaði og annar frágangur.

Það var skipsmíðastöðin Ørskovs Staalskipsvœrft í Fredrikshavn, sem annaðist þennan verkþátt sem ber númer 105 hjá stöðinni. Heimild Ægir 2. tbl. 1979.

Eldborg HF 13 var 59 metrar að lengd, breidd skipsins er 12 metrar og aðalvélar tvær 1600 hestafla Nohab.

Árið 1988 var Eldborg HF 13 keypt til Eskifjarðar þar sem hún fékk nafnið Hólmaborg SU 11.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution