Wilson North kom í morgun

IMO 9430947. Wilson North. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Wilson North kom til hafnar á Húsavík á níunda tímanum í morgun og lagðist að Bökugarðinum.

Skipið, sem er 123 metrar á lengd og 16 metra breitt, kom með trjáboli til PCC á Bakka. Það mælist 6,118 GT að stærð.

Wilson North var smíðað árið 2010 og siglir undir Maltnesku flaggi með heimahöfn í Walletta.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Helga II RE 373

1903. Helga II RE 373. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Helga II RE 373 var smíðuð í Ulsteinvik í Noregi árið 1988 fyrir Ingimund hf. í Reykjavík og kom í stað eldra skips með sama nafni.

Nóta- og togveiðiskipið Helga II var 794 brl. að stærð, mesta lengd þess 51,62 metrar og breiddin 12,50 metrar.

Samherji hf. keypti Helgu II sumarið 1995 og fékk hún nafnið Þorsteinn EA 810.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nivenskoyen landaði í Hafnarfirði

IMO 8843018. Nivenskoye K 1966. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Rússneski togarinn Nivenskoyen kom til Hafnarfjarðar í fyrradag með um 1500 tonna afla sem skipað var yfir í flutningaskip.

Togarinn, sem var smíðaður árið 1991, er 104 metrar að lengd, 16 metra breiður og mælist 4,407 GT að stærð.

Heimahöfn Nivenskoye er Kalinigrad sem er rússnesk borg við Eystrasalt.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sylvía

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessi mynd var tekin á Húsavík um kaffileytið í dag þegar hvalaskoðunarbáturinn Sylvía kom að landi.

Sylvía, sem er í eigu Gentle Giants, var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1976 fyrir Grenvíkinga og hét upphaflega Sigrún ÞH 169.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bjargey ÞH 278

2786. Bjargey ÞH 278 ex Tumi EA 84. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2014.

Bjargey ÞH 278 hét upphaflega Mars EA 542 og síðar Tumi EA 84. Báturinn var smíðaður hjá Seiglu árið 2010 og var með heimahöfn á Hjalteyri fyrstu tvö árin.

Árið 2012 er hann seldur á Árskógssand þar sem bátruinn fékk nafnið Tumi EA 84. Það var svo árið 2013 sem GPG Seafood eignast bátinn og nefnir Bjargey ÞH 278 með heimahöfn á Raufarhöfn.

Haustið 2015 er Agustson ehf. eigandi bátsins en snemma árs fær hann nafnið Haukaberg SH 20 og heimahöfn Grundarfjörður. Þaðan fór báturinn á Skagaströnd sumarið 2019 og fékk núverandi nafn, Hrund HU 15, eigandi Stefán Sveinsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Saga kom til Húsavíkur í morgun

IMO 8918461. Wilson Saga ex Borealnes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Wilson Saga kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum þar sen nú er verið að skipa upp hráefnisfarmi fyrir kísliver PCC á Bakka.

Wilson Saga var smíðað árið 1998 og siglir undir fána Kýpur með heimahöfn í Limasol.

Skipið er 113 metra langt og 15 metra breitt. Það mælist 4,200 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Haddi Möggu BA 153

6337. Haddi Möggu BA 153 ex Geiri ÓF 51. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Haddi Möggu BA 153 hét upphaflega Vigdís RE 149 og var smíðaður 1978 hjá Flugfiski hf. í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Síðar bar hann nöfnin Steinunn EA 155, og Kári EA 63 heimahöfn Hrísey. Því næst Geiri ÓF 51 með heimahöfn á Ólafsfirði.

Frá árinu 2011 hefur hann Heitið Haddi Möggu BA 153. Eigandi Yxnhamar ehf. á Patreksfirði sem jafnframt er heimahöfn bátsins.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Guðmundur í Nesi RE 13

2626. Guðmundur í Nesi RE 13. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Guðmundur í Nesi RE 13 kom til hafnar í Reykjavík í gær og signalinn kominn upp í tilefni Sjómannadagsins.

Guðmund­ur í Nesi var smíðaður í Nor­egi árið 2000, en Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur keypti skipið 2004 og gerði út til loka árs 2018. Þá var skipið var selt til Arctic Prime Fis­heries í Græn­landi fékk nafnið Ili­vi­leq. 

Vorið 2020 keypti Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur skipið afur og fékk hann sitt fyrra nafn, Guðmundi í Nesi RE 13.

Guðmundur í Nesi RE 13 var smíðaður í Tomrefjørd í Noregi, skrokkurinn reyndar smíðaður í Rúmeníu, og er 66 metrar að lengd og 14 metra breiður, mælist 2,464 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sjómannadagskveðja

2991. Jökull ÞH 299 ex Nanoq. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Það hefur tíðkast hjá mér hingað til að óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með Sjómannadaginn á Sjómannadaginn sjálfan en það er best að henda kveðjunni bara inn núna í upphafi Sjómannadagshelgarinnar.

Sem sagt til hamingju með Sjómannadaginn og kveðjunni fylgir mynd sem ég tók á Húsavík í dag.

Hún sýnir Jökul ÞH 299 liggja við þvergarðinn með signalinn uppi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Börkur NK 122

2983. Börkur NK 122. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson 2021.

Börkur NK 122 kom til heimahafnar á Neskaupstað í gær og tók Guðmundur St. Valdimarsson þessa mynd þá.

Á vef Fiskifrétta segir m.a 

Skipið er smíðað hjá skipasmíðastöðinni Karstensens Skibsværft AS þar í landi. Börkur er systurskip Vilhelms Þorsteinssonar EA sem kom til landsins í aprílbyrjun.

Nýr Börkur er smíðaður með flotvörpu- og hringnótaveiðar í huga þannig að hann er dæmigert uppsjávarveiðiskip. Hann mun leysa af hólmi skip sem ber sama nafn sem smíðað var í Tyrklandi árið 2012.

Nýi Börkur er 89 metrar að lengd, 16,6 metrar að breidd og mælt rúmlega 4.100 brúttótonn. Aðalvélar í skipinu eru tvær og kælitankar 13 talsins, alls 3.420 rúmmetrar. Í skipinu verða vistarverur fyrir 16 manns. Skipið kostar 5,7 milljarða króna heim komið.

Skip­stjór­ar á Berki verða þeir Hjörv­ar Hjálm­ars­son og Hálf­dán Hálf­dán­ar­son.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution