Snorri GK 1

7255. Snorri GK 1 ex Snorri GK 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Strandveiðibáturinn Snorri GK 1 kemur hér að landi í Sandgerði á dögunum en hann er gerður út af Hafbakka ehf. með heimahöfn í Sandgerði. Sómabáturinn Snorri GK 1 var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1990. Hans upphaflega nafn var Brynjar KE … Halda áfram að lesa Snorri GK 1

National Geographic Resolution

IMO: 9880685. National Geographic Resolution. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Skemmtiferðaskipið National Geographic Resolution kom til Húsavíkur um miðjan daginn og hafði nokkurra klukkustunda viðdvöl við Bökugarðinn. Skipið var afhent skipafélaginu Lindblad Expeditions sl. haust en það var smíðað í Ulstein Verft í Ulsteinvik, Noregi. Systurskipið NG Endurance kom til Húsavíkur sl. sumar og var þá í … Halda áfram að lesa National Geographic Resolution

Hanseatic spirit á Húsavík

IMO: 9857640. Hanseatic spirit við Bökugarðinn í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Skemmtiferðaskipið Hanseatic spirit kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum. Skipið er eitt þriggja systurskipa smíðuð hjá VARD Group AS í Noregi. Hin eru Hanseatic nature og Hanseatic inspiration sem kom hingað á dögunum. Skipin taka allt að 230 farþega. Hanseatic spirit var … Halda áfram að lesa Hanseatic spirit á Húsavík

Aðalsteinn Jónsson SU 11 í flotkvínni á Akureyri

2929. Aðalsteinn Jónsson SU 11 ex Libas. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Uppsjávarveiðiskipið Aðalsteinn Jónsson SU 11 frá Eskifirði er þessa dagana í flotkvínni hjá Slippnum á Akureyri. Aðalsteinn Jónsson hét áður Libas og smíðaður árið 2004, hann er 94 metrar að lengd og tæpir 18 metrar á breidd. Eskja hf. á Eskifirði keypti skipið til … Halda áfram að lesa Aðalsteinn Jónsson SU 11 í flotkvínni á Akureyri

Serene LK 297 á Eyjafirði

IMO 9167928. Serene LK 297. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006. Þessi mynd var tekin sumarið 2006 þegar Serene LK 297 kom til Akureyrar en Samherji hf. hafði þá nýlega fest kaup á skipinu frá Hjaltlandseyjum. Skipið fékk nafnið Margrét EA 710 og hélt þessum fallega rauða lit til ársins 2010 en þá keypti Síldarvinnslan hf. það … Halda áfram að lesa Serene LK 297 á Eyjafirði

Egill og Harðbakur í slipp á Akureyri

1246. Egill SH 195 - 2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Á þessari mynd frá því í gær gefur að líta Egil SH 195 frá Ólafsvík og togara ÚA, Harðbak EA 3, í slippnum á Akureyri. Egill SH 195, sem m.a er í vélarskiptum, var smíðaður á Seyðisfirði árið 1972. Hann hefur verið … Halda áfram að lesa Egill og Harðbakur í slipp á Akureyri

Sindri GK 98

1500. Sindri GK 98 ex Sindri RE 46. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Handfærabáturinn Sindri GK 98 kemur hér að landi í Sandgerði sl. þriðjudag sem er hans heimahöfn. Báturinn var smíðaður fyrir Jón Sigurðsson í Reykjavík árið 1977. Smíðin fór fram hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar hf. á Skagaströnd og fékk hann nafnið Sindri RE 46. Hann … Halda áfram að lesa Sindri GK 98

Tjúlla GK 29

2595. Tjúlla GK 29 ex Grunnvíkingur HF 163. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Strandveiðibáturinn Tjúlla GK 29 kemur hér að landi í Sandgerði en myndirnar voru teknar í gærmorgun. Upphaflega hét báturinn Grunnvíkingur HF 163 og var smíðaður hjá Sólplasti í Sandgerði árið 2003. Heimahöfn Hafnarfjörður. Hann hefur heiti Tjúlla GK 29 frá árinu 2015, fyrst … Halda áfram að lesa Tjúlla GK 29