María Júlía

151. María Júlía við bryggju á Akureyri.

Tók þessa mynd af Maríu Júlíu á Akureyri um helgina.

Eins og kunnugt er dró varðskipið Þór þetta sögufræga skip til Akureyrar seinnipart vetrar en það hafði legið lengi á Ísafirði. Á Akureyri er stefnt að því að skipið  fari í slipp til frumviðgerðar.

María Júlía var smíðuð sem björgunar- og varðskip í Frederikssund Skibsværft í Frederikssund í Danmörku árið 1950 fyrir Ríkissjóð Íslands.

Hér má lesa um Maríu Júlíu á vef Byggðarsafns Vestfjarða.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

1 athugasemd á “María Júlía

  1. Sæll Hafþór.Er langt ì að það verði byrjað að vinna Maríu Júlìu,maður alltaf með áhyggjur að báturinn sökkvi við bryggjuna kanski eru það óþarfa áhyggjur.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd