
Hér koma þrjár myndir sem teknar voru á Sauðárkróki um árið og sýna þrjá bláa báta og einn rauðan.
Á myndinni fyrir ofan eru Jökull SK 33 og Haförn SK 17 en hér fyrir neðan Þórir SK 16 og Sandvík SK 188.
Jökull, Þórir og Sandvík voru allir smíðaðir fyrir útgerðir á Sauðarkróki en Haförn var upphaflega Hoffell SU 80.
Haförn er farinn í pottinn en hans síðasta nafn var Skálafell ÁR 50.
Jökull var seldur úr landi árið 2002 en hinir eru enn í flotanum, Þórir heitir Bogga Ljósa BA 31 og Sandvík Bára SH 27.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution