Kristbjörg ÞH 44

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1997.

Hér kemur Kristbjörg ÞH 44 úr sinni síðustu veiðiferð vorið 1997 en báturinn var aðallega gerður út á rækju.

Karl faðir minn, Hreiðar Olgeirsson, var skipstjóri á bátnum og þarna var hann að ljúka sínum ferli sem sjómaður á fiskiskipi.

Fyrirtækið Korri ehf., sem gerði Kristbjörgina út, var selt skömmu seinna og síðar á árinu var báturinn seldur til Sauðárkróks þar sem hann fékk nafnið Röst SK 17.

Pabbi átti reyndar eftir að róa aðeins á trillu sem hann keypti auk þess sem hann fór á eina grásleppuvertíð vorið 2002 með Heimi Bessasyni á Össuri ÞH 242.

Þarna var sjómannsferillinn orðinn nokkuð langur en fyrsta skipsrúmið sem hann var skráður í var á V/S Þór árið 1959.

Um sumarið 2002 réðst hann til Norðursiglingar þar sem hann starfaði sem skipstjóri á sumrum og yfir veturinn við viðhald báta fyrirtækisins.

Hjá Norðursiglingu var hann í vel á annan áratug eða þar til hann lét af störfum vegna veikinda.

Í dag er afmælisdagur pabba, hann hefði orðið áttræður ef honum hefði auðnast lengra líf en hann lést 18. janúar árið 2016.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ein athugasemd á “Kristbjörg ÞH 44

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s