
Sigurbjörg ÞH 62 var smíðuð á Akureyri árið 1959 fyrir Björgvin Pálsson, Jóhannes Jóhannesson, Hall Jóhannesson og Guðlaug Jóhannesson Flatey á Skjálfanda. Um smíði hans má lesa á aba.is
Sigurbjörg var 10 brl. að stærð með 52 hestafla Petters díselvél. 1965 var sett í hann Perkins díselvél. Báturinn var seldur Sætra hf. á Drangsnesi 1987 og fékk þá nafnið Draupnir ST 150.
1989 heitir báturinn Nói HF 150 og 1991 fær hann nafnið Bogafell HF 72 sem er hans síðasta nafn því honum var fargað 1992.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution