
Að undanförnu hafa birst tvær myndir af þessari trillu á síðunni. Fyrst sem Ásgeir ÞH 98 og síðar Árný ÞH 98.
Á þessari mynd ber hann nafnið Vilborg ÞH 98 og var í eigu Hreiðars Jósteinssonar á Húsavík.
Báturinn var smíðaður árið 1961 af Svavari Þorsteinssyni skipasmið á Akureyri. Hann smíðaði bátinn fyrir Þórð Ásgeirsson og Magnús Andrésson á Húsavík.
Doddi og Maggi áttu bátinn í tíu ár en þá seldu þeir hann Hreiðari Jósteinssyni á Húsavík sem nefndi bátinn Vilborgu ÞH 98.
Hreiðar átti Vilborgina í um ellefu ár en þá seldi hann Gesti Halldórssyni bátinn sem fékk nafnið Árný ÞH 98. Gestur átti Árný til ársins 1988 er hann seldi hann innanbæjar. Kaupandinn var Ólafur Sigurpálsson og fékk báturinn nafnið Hulda ÞH 98.
Það kom að því að báturinn færi frá Húsavík en hann var seldur til Bakkafjarðar árið 1990 og hafði þá verið gerður út frá Húsavík í 39 ár.
Á Bakkafirði fékk hann nafnið Gná NS 87 en báturinn var tekinn af skipaskrá vorið 1994. (Heimild aba.is)
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.