Hólmsteinn GK 20

573. Hólmsteinn GK 20 ex Hafdís GK 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hólmsteinn GK 20 kemur hér að landi í Sandgerði um árið og enn með gömlu brúna en kominn hvalbakur.

Upphaflega hét báturinn Hafdís GK 20 og var smíðaður í Hafnarfirði árið 1946. Hann var 43 brl. að stærð og smíðaður hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. fyrir Gísla Súrsson hf. í Hafnarfirði.

Árið 1956 var báturinn seldur til Grindavíkur og tveim árum síðar í Garðinn sem var hans heimahöfn upp frá því. Þá fékk hann nafnið Hólmsteinn GK 20.

Hólmsteinn GK 20 stendur nú upp á landi við Garðskagavita en hann var gefinn Byggðasafninu á Garðskaga ári 2009.

Þá varð óhapp í Sandgerðishöfn sem varð til þess að hann sökk en hann hafði þá legið í nokkur ár í höfninni.

Svo skrifar Reynir Sveinsson fréttaritari í Morgunblaðið 25. nóvember 2009:

Vélbáturinn Hólmsteinn GK 20 var fyrir helgi hífður á land í Sandgerðishöfn og fluttur að byggðasafninu á Garðskaga þar sem hann verður einn safngripanna.

Hólmsteinn, sem er 43 tonna trébátur smíðaður í Hafnarfirði 1946, hefur róið frá Sandgerðishöfn í 51 ár og verið happafley með farsæla útgerðarsögu. Sl. þrjú ár lá báturinn þó við bryggju í Sandgerðishöfn, allt þar til siglt var á hann fyrir nokkrum vikum með þeim afleiðingum að hann sökk.

Eftir Hólmsteini var komið aftur á flot var farið að huga að flutningi hans í byggðasafnið á Garðskaga, en safnið hafið fengið hann að gjöf frá útgerðarfélaginu Nesfiski ehf. í Garði.

Hólmsteini var siglt að norðurgarði hafnarinnar þar sem tveir öflugir kranar hífðu hann á flutningavagn er kom honum á leiðarenda.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s