
Saltver í Reykjanesbæ hefur keypt Mars RE 270 af Útgerðarfélagi Reykjavíkur og mun hann leysa netabátinn Erling KE 140 af hólmi.
Mars var smíðaður hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1988 og hét áður Sólborg RE 27.
Báturinn, sem er 29 metrar að lengd og mælist 465 BT að stærð, mun fá nafnið Erling KE 140.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.