
Náttfari er hér á landleið úr hvalaskoðunarferð á Skjálfanda í dag.
Náttfari var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1965 og hét upphaflega Þróttur SH 4.
Þróttur, sem var fyrsti báturinn sem Skipavík smíðaði, hét ýmsum nöfnum í gegnum tíðina en Norðursigling keypti bátinn árið 1998. Þá hafði hann legið um árabil í reiðuleysi austur á fjörðum.
Náttfari hóf síðan hvalaskoðunarsiglingar sumarið 1999. Náttfari er 60 brl. að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution