
Albert GK 31 frá Grindavík togar hér á rækjuslóðinni um árið og ekki er brælunni fyrir að fara.
Báturinn hét upphaflega Birtingur NK 119 og smíðaður í Flekkefjord Slipp & Maskinfabrik Verksted A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1967 fyrir Síldarvinnsluna h/f í Neskaupstað
Þróttur h/f Grindavík kaupir Birting í árslok 1972 og fær hann þá nafnið Albert GK 31. Sem hann bar til ársins 1996 er hann verður Oddeyrin EA 210. Fyrst í eigu samnefnds fyrirtækis en ári síðar í eigu Samherja h/f.
Oddeyrin var seld til Danmerkur þar sem hún fór í brotajárn árið 2005.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.