
Þessar myndir sem nú birtast voru teknar sunnudaginn 3. september árið 2000 þegar fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11 kom til heimahafnar í fyrsta sinn.
Vilhelm Þorsteinsson var með smíðanúmer 310 frá Kleven Verft AS í Ulsteinvík í Noregi en skipsskrokkurinn var smíðaður hjá Northen Shipyard í Póllandi.
Skipið var selt til Rússlands síðla árs 2018.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution